Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. október. 2005 04:07

Tugmilljóna tjón af völdum jarðvegsflutninga

Lélegur frágangur á farmi vörubifreiða kostaði tryggingarfélögin rétt tæpar 60 milljónir króna árið 2003 samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá og að teknu tilliti til markaðshlutdeildar þeirra. Árið 2004 nam kostnaður tryggingarfélaganna rétt rúmum 54 milljónum króna. Þegar bifreið er ekið með 80 km/klst hraða í logni leikur rúmlega 22 m/s vindur um hana og farm hennar og því veruleg hætta á að farmurinn fjúki.   Á hverju ári verða mörg tjón vegna þess að laust jarðefni fýkur yfir bifreiðar sem mæta þessum bílum.  Auk þessa eru þekkt dæmi þar sem alvarleg slys hafa orðið á fólki og jafnvel hlotist bani af. Það er því ekki að ástæðulausu að hrundið hefur verið af stað átaki í því að uppræta þetta vandamál.

 

 

Lögregluliðin á suðvesturhorni landsins munu frá og með 1. nóvember n.k., á grundvelli ákvæða 73. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 sbr.  reglugerð nr. 554/2003 um hleðslu, frágang og merkingu farms, kæra þá ökumenn vörubifreiða sem ekki breiða yfir laust jarðefni s.s. mold, sand, möl og vikur sem fluttur er með bifreiðunum.  Þetta er í samræmi við það sem kynnt var í júní s.l. að til stæði og var þá talað um að gefa mönnum 3 til 4 mánuði til aðlögunar.  Aðgerðir lögreglu munu fyrst og fremst beinast að bílum sem ekið er á vegum þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst eða meiri. 

 

Umferðarstofa hefur sett upp á heimasíðu sinni www.us.is tengingu inn á reglugerðina sem ökumenn vörubifreiða þurfa að kynna sér og fara eftir.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is