Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2005 12:06

Hótel Stykkishólmur býr sig undir vetrarlokun

Gistirými Hótel Stykkishólms var vel nýtt þetta sumarið en ferðamannavertíðinni fer nú senn að ljúka og starfsfólk hótelsins býr sig undir vetrarlokun. Það einkennir flest landsbyggðarhótel að nýtingin er góð um hásumarmánuðina en lítil á veturna, eða lungann úr árinu. Máni Eskur, hótelsjóri segir færri erlenda ferðamenn hafa sótt hótelið í Stykkishómi nú í ár. “Sumarið var ekki eins gott og við bjuggumst við og má þar helst kenna um verra veðri en var sumarið þar á undan og óhagstæðu gengi krónunnar.”

 

Í sumar var opnuð viðbygging við hótelið og fjölgaði þá herbergjum úr 33 í 78. “Allar áætlanir varðandi byggingartíma nýju álmunnar stóðust. Við fundum að það var mikil þörf á meira gistirými og við teljum þessa stækkun vera mikilvæga bæði fyrir okkur sem og bæinn sem ferðamannastað, aðra þjónustu hér og verslun,” segir Máni.

Nú eru það aðallega Íslendingar sem sækja hótelið heim á haustin og er vinsælt að bregða sér í Hólminn þegar halda á ráðstefnur eða árshátíðir. “Það var einmitt þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna hérna í lok september. Við hefðum ekki getað tekið á móti þeim fjölda ef við hefðum ekki stækkað hótelið,” segir hann og bætir við að um síðustu helgi hafi verið fullt á hótelinu. Starfsfólk er nú að búa sig undir vetrarlokun. Hótelinu verður lokað frá 1. nóvember til 1. mars, en er þó opnað fyrir stóra hópa sem panta fyrirfram.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is