Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2005 12:07

Aðeins hálft prósent atvinnuleysi

Atvinnuleysi hefur minnkað mjög hratt síðustu vikur og var 1,4% að jafnaði á landinu í september síðastliðnum. Atvinnuleysi hefur raunar minnkað jafnt og þétt allt þetta ár. Aðeins meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu hefur atvinnuleysi verið að sveiflast til yfir árið en hefur einnig minnkað hratt meðal þeirra síðustu 2 mánuði, einkum milli ágúst og september. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í einstökum mánuðum frá því í október 2001. Líkur eru á að atvinnuleysi á landsvísu verði svipað eða aukist lítið eitt í októbermánuði ef mið er tekið af þróun undanfarin ár. Atvinnuleysi mældist minnst hér á Vesturlandi eða einungis 0,5%, hjá körlum var það 0,2% og hjá konum 0,9%. Þetta var minnsta atvinnuleysi sem mældist á landinu hjá báðum kynjum.

 

Síðastliðinn mánudag, þann 17. október, var skráð atvinnuleysi hjá Svæðisvinnumiðlun Vesturlands alls 60 einstaklingar; 17 karlar og 43 konur. Hefur það því aukist lítillega frá því í september en þá voru að meðaltali 38 einstaklingar án vinnu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is