Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2005 12:10

Stefna í málefnum Landmælinga Íslands óbreytt segir umhverfisráðherra

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra segir að viðhorf sín og stefna í málefnum Landmælinga Íslands sé óbreytt og að frumvarp til breytinga á lögum stofnunarinnar verði lagt fram á Alþingi fljótlega.  Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns sendu Loftmyndir efh. umhverfisráðherra bréf fyrir skömmu þar sem fyrirtækið býðst til þess að taka yfir rekstur og skuldbindingar Landmælinga Íslands. Með því telur fyrirtækið sig geta sparað ríkinu um 100 milljónir króna á ári.

 

 

Sigríður Anna vildi ekki tjá sig um tilboð Loftmynda ehf. eða með hvaða hætti því yrði svarað. Í grein sem hún skrifaði í Kvarðann, fréttabréf Landmælinga Íslands, í júní segir hún frá störfum nefndar sem sett var á laggirnar til þess að endurskoða lög um stofnunina. Í greininni segir m.a.: "Niðurstaða nefndarinnar er sú að æskilegt sé að opinberir aðilar tryggi tilvist og aðgengi að ákveðnum grunngögnum sem eru nauðsynleg almannahagsmunum og tryggi samræmi og lágmarksgæði landupplýsinga. Landmælingar Íslands munu áfram sinna þessu mikilvæga verkefni fyrir hið opinbera." Aðspurð hvort skoðanir hennar og stefna hafi breyst frá því í júní segir hún svo ekki vera. Hún segir að frumvarpið sem nefndin samdi verði lagt fram fljótlega. Í því verði markaðar skýrar línur á milli hlutverks ríkisins og einkaaðila við vinnslu landfræðilegra upplýsinga á Íslandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is