Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2005 02:07

Er hægt að bjóða í rekstur ríkisstofnana?

Bréf Loftmynda ehf. til umhverfisráðherra í síðustu viku þar sem fyrirtækið býðst til þess að taka yfir rekstur Landmælinga Íslands hefur að vonum vakið nokkra athygli. Bréfið leiðir hugann að staðsetningu ríkisstofnana og rekstrarkostnaði þeirra. Í bréfi fyrirtækisins til umhverfisráðherra kemur fram að verði tilboði fyrirtækisins tekið muni það spara ríkissjóði um 100 milljónir króna á ári án þess að fram komi með hvaða hætti sá sparnaður verði til.

 

 Laun stærsti kostnaðarliðurinn

 

Stærsti einstaki rekstarliður Landmælinga Íslands á síðasta ári var launakostnaður eins og títt er um stofnanir í ríkiseigu. Í fyrra voru rekstrargjöld stofnunarinnar rúmar 235 milljónir króna, þar af var launakostnaður rúmar 142 milljónir króna. Tæplega verður hægt að spara um 100 milljónir króna án þess að það komi fram í stærsta einstaka kostnaðarliðnum. Því má slá föstu að verði tilboðinu tekið muni það hafa veruleg áhrif á störf og afkomu þeirra hátt í 30 starfsmanna sem þar starfa í dag. Ekkert kemur fram í bréfi Loftmynda hvar fyrirtækið verður staðsett í framtíðinni en til þess að flytja starfsemina frá Akranesi þarf lagabreytingu því öfugt við margar ríkisstofnanir er beinlínis kveðið á um í lögum um Landmælingar Íslands að stofnunin skuli staðsett á Akranesi.

 

Á undanförnum áratugum hefur stöðug umræða farið fram um hugsanlegan flutning opinberra stofnana til landsbyggðarinnar. Þrátt fyrir mikinn vilja stjórnmálamanna, í orði að minnsta kosti, hefur takmarkaður árangur náðst í því baráttumáli og það litla sem áunnist í þeim efnum hefur sætt mikilli gagnrýni. Má í því sambandi nefna þær gríðarlegu umræður sem fram fóru þegar ákveðið var á sínum tíma að flytja starsemi Landmælinga frá Reykjavík til Akraness. Mörgum íbúum hinna dreyfðu byggða fannst nú varla að hægt væri að tala um flutning á landsbyggðina þegar ekki var verið að ræða flutning um lengri veg.

 

Misjöfn ákvæði laga um staðsetningu

 

Þrátt fyrir að í lögum um Landmælingar sé kveðið á um hvar stofnunin skuli staðsett er svo ekki um allar ríkisstofnanir eins og áður sagði. Því er ekki úr vegi að nefna nokkarar stofnanir sem með auðveldum hætti mætti yfirtaka reksturinn á ef það verður stefna hins opinbera að taka tilboðum í rekstur þeirra.

 

Fiskistofa hefur nú aðsetur í Reykjavík. Nýverið var ákveðið að flytja hluta af starfsemi hennar á ýmsa staði á landsbygginni. Hins vegar var ákveðið á síðustu dögum fyrrverandi sjávarútvegsráðherra að flytja aðalstöðvar Fiskistofu til Hafnarfjarðar. Var það gert á grundvelli blaðaauglýsinga í tvo daga í sumar þar sem óskað var eftir húsnæði undir starfsemi hennar. Í auglýsingunni var óskað eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að ekkert kveði á um það í lögum hvar stofnunin eigi að vera til húsa. Með hliðsjón af verði á húsnæðismarkaðnum hefði mátt ætla að verulega fjármuni hefði mátt spara í rekstri stofnunarinnar með vali á húsnæði fjarri höfuðborginni. Þarf ekki að fara lengra en á Akranes til þess að spara verulega fjármuni. Því hlýtur Fiskistofa vekja áhuga margra verði það niðurstaða hins opinbera að taka tilboði í rekstur einstakra stofnana. Svipaða sögu er að segja af til dæmis Landhelgisgæslu Íslands, Veðurstofu Íslands, höfuðstöðvar Vegagerðarinnar, Siglingastofnunar og Póst- og fjarskiptastofnunar. Þessar stofnanir eru hér aðeins nefndar af handahófi.

 

Af skrifum Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra í Kvarðann, fréttabréf Landmælinga Íslands, má ætla að ekki sé ástæða til að ætla að tilboði Loftmynda ehf. verði tekið. Umhverfisráðherra er hins vegar aðeins einn í hópi þingmanna og ráðherra ríkisstjórnarflokkanna sem taka hinar pólitísku ákvarðanir. Það verður því óneitanlega spennandi að fylgjast með niðurstöðu málsins og hvort nýjir tímar séu í uppsiglingu í staðsetningu og rekstri hinna ýmsu ríkisstofnana.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is