Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2005 11:13

Bátahöllin á Hellissandi stækkar Gáskabáta í 15 tonn

Brynja SH 237 kom fyrir skömmu til heimahafnar í Ólafsvík. Það er útgerðarfélagið Bjartsýnn ehf sem hefur fest kaup á bátnum sem er af gerðinni Gáski 1200 og hét áður Sænes SU. Hefur báturinn þegar hafði veiðar á línu og að sögn Heiðars Magnússonar útgerðarmanns og skipstjóra er hann mög ánægður með bátinn í alla staði. Þetta kemur fram á snb.is

 

Báturinn var endurbyggður hjá Bátahölinni á Hellissandi. Meðal breytinga sem gerðar voru má nefna að báturinn var lengdur um 3 metra og er dekkið nú 8,3 metrar á lengd, báturinn var breikkaður um 30 cm og brú var hækkuð um 30 sm. Rafmagn var endurnýjað og ýmsar breytingar gerðar á íverustöðum. Ný 450 hestafla Cummings vél var sett í bátinn og er ganghraði bátsins 23 mílur. Báturinn tekur nú 14 stk 450 lítra kör í lest. Að sögn Viðars Hafsteinssonar, eiganda Bátahallarinar hefur hann keypt 2 aðra Gáskabáta og hyggst breyta þeim á sama hátt og Brynju. Við breytinguna stækka þessir bátar úr 6 tonnum í 15 tonn að stærð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is