Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2005 11:44

KNH ehf með lægsta tilboð í veg um Svínadal

Verktakafyrirtækið KNH ehf. á Ísafirði var með lægsta tilboðið í endurlögn Vestfjarðavegar um Svínadal. Um er að ræða 13,5 km langan kafla frá Sælingsdalsvegi að Bersatungu. Tilboð KNH ehf. var að upphæð tæpar 206,7 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var að upphæð tæpar 299 milljónir króna og er lægsta tilboð því einungis rúm 69% af kostnaðaráætlun.

 

Þrjú önnur tilboð bárust í verkið og athygli vekur að þau voru öll talsvert undir kostnaðaráætlun. Héraðsverk ehf. á Egilsstöðum bauð tæpar 231,3 milljónir króna, Klæðning hf. í Kópavogi bauð 250 milljónir og VBF Mjölnir á Selfossi bauð rúmar 250 milljónir. Hæsta tilboðið er því aðeins 83,8% af kostnaðaráætlun.

Sigurður Óskarsson framkvæmdastjóri KNH ehf. segir að verði samið við fyrirtækið um verkið muni framkvæmdir hefjast strax eftir næstu mánaðamót. KNH ehf. á Ísafirði hefur vaxið mjög á undanförnum árum og haft með höndum mörg stór verk í vegagerð og jarðvinnslu. Má þar nefna að fyrirtækið er nú að ljúka framkvæmdum á Hellisheiði og er að vinna að endurgerð hringvegarins um Stafholtstungur í Borgarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is