Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2005 09:07

Bæjarráð hafnar bótaskyldu vegna lóðaúthlutunar

Bæjarráð Akraness hefur hafnað kröfu hjóna um bætur vegna sölu húss þeirra vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar á lóð er þau höfðu fengið úthlutað. Ekki varð af nýbyggingunni af ýmsum ástæðum og því fóru hjónin fram á bætur úr bæjarsjóði.

Forsaga málsins er sú að hjónin bjuggu í Garðholti, Garðagrund 29b á Akranesi en það hús höfðu þau fest kaup á árið 1992. Nokkrum árum eftir að þau höfðu fest kaup á húsinu var gert nýtt skipulag af svæðinu sem gerði ráð fyrir fjölbýlishúsi skammt frá húsi hjónanna.

 

Í bréfi, sem þau sendu bæjarráði, segir að áætlað hafi verið að byggja 3-5 hæða hús skammt frá húsi þeirra “eða um 20 metrum frá stofuglugga okkar,” segir í bréfinu. Hjónin ásamt nágrönnum þeirra reyndu að knýja fram breytingar á skipulaginu og varð niðurstaðan sú að fjölbýlishúsið var fært fjær og lækkað í 3 hæðir. Þau töldu forsendur fyrir veru sinni í Garðholti brostnar því þau vildu ekki búa í þéttbýli.

Í framhaldinu óskuðu þau eftir lóð og brást bæjarfélagið skjótt við beiðni þeirra og þann 12. desember 2002 var þeim úthlutað lóð við Innstavog í Vogahverfi. Eftir samtöl við starfsmenn bæjarfélagsins, þar á meðal bæjarstjórann Gísla Gíslason, ákváðu þau að selja Garðholt í febrúar 2003 á 8,5 milljónir króna. Af ýmsum ástæðum gat Akranesbær ekki staðið við lóðarúthlutun sína og hófst þá að nýju leit að lóð og fékkst loforð fyrir sjávarlóð í landi Ytri-Hólms en hana fengu þau ekki afhenta fyrr en í janúar á þessu ári. “Í millitíðinni höfum við búið í þröngu bráðabirgðahúsnæði,” segir í bréfi þeirra til bæjarráðs. Vegna þessarar seinkunar telja þau sig hafa orðið fyrir fjárhagstjóni því Garðholt hafi í tvígang verið selt frá því að þau seldu það og í síðara skiptið í apríl á þessu ári. Þá var söluverð hússins 12 milljónir króna. Sú hækkun er tilkomin vegna hækkandi fasteignaverðs á Akranesi.

Í bréfi hjónanna segir orðrétt: “Ljóst er að við höfum orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni við að bærinn gat ekki staðið við loforð um afhendingu lóðarinnar við Innstavog en hvorki hefur úthlutun lóðarinnar verið dregin til baka né okkur gefinn kostur á annarri lóð á Akranesi.” Telja þau sig því hafa orðið fyrir tjóni sem nemur um 3 milljónum króna. Óska þau því eftir viðræðum við bæjarfélagið hið fyrsta um málið.

Í bókun bæjarráðs er tekið fram að fyrirvari hafi verið gerður um hvenær umrædd lóð í Innstavogi gæti orðið byggingarhæf og rækilega hafi verið gerð grein fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur var ekki reiðubúin til að leggja nauðsynlegar lagnir vegna vatns og rafmagns sökum þess að slíkt yrði of kostnaðarsamt á meðan ekki fleiri sóttu um lóð á umræddu svæði. Þá segir að bæjarfélagið hafi enga aðkomu haft að sölu Garðholts og  geti því ekki fallist á að ákvarðanir hjónanna í þeim efnum leiði til ábyrgðar bæjarins. “Í ljósi framanritaðs er ekki unnt að verða við erindinu, en bæjarritara falið að láta lögmann fara yfir gögn málsins,” segir í niðurlagi bókunar ráðsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is