Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. október. 2005 03:15

Hlunnindafélag Borgarfjarðarsýslu stofnað

Síðastliðinn sunnudag var framhaldsstofnfundur Hlunnindafélags Borgarfjarðarsýslu haldinn í veiðihúsinu við Flóku. Tilgangur félagsins er m.a. sá að ná betur utanum skotveiðihlunnindi á afréttum og jörðum en verið hefur. Auk þess er hugsanlegt í framtíðinni að félagið muni fjalla um önnur þau landshlunnindi sem ekki eru bundin í lögum svo sem lögum um lax og silungsveiði. Meðal annars er hlutverk félagsins að halda til haga upplýsingum um hvar skotveiði er leyfð og þá hvers konar, fjölda veiðimanna, æskilegt veiðiálag og fleira í þeim dúr.

 

Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Skálpastöðum stóð ásamt fleirum að stofnun félagsins fyrir frumkvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands. Þorsteinn sagði í samtali við Skessuhorn að mönnum væri að sjálfsögðu áfram frjálst að ráðstafa sínu landi, sumir vilja sjálfir nýta sín hlunnindi meðan aðrir vilja láta þau í hendur félags. Segir hann ekki markmið með stofnun félagsins að rýra á neinn hátt umráðarétt manna yfir hlunnindum sínum og aðild að hinu nýja félagi er frjáls. “Hver og einn ræður meðferð síns svæðis en æskilegt er að umráðamenn lands láti vita um ráðstöfun veiðiréttar á sínum landareignum,” segir Þorsteinn. Á fundinum voru þeir Rúnar Hálfdánarson á Þverfelli, Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum og Snorri Jóhannesson á Augastöðum kosnir í stjórn sem síðar skipar með sér verkum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is