Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2005 03:15

Skiptar skoðanir í bæjarstjórn um samning við golfklúbbinn

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt drög að samningi við Golfklúbbinn Leyni um rekstur Garðavallar. Minnihluti bæjarstjórnar óskaði eftir því að samningnum yrði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar en á það var ekki fallist. Minnihlutinn telur að með samningnum sé verið að greiða upp kostnað við framkvæmdir liðinna ára og setja spurningamerkið við þá ætlan. Þá telur minnihlutinn samninginn stefnubreytingu frá því að bæjarráð leysti til sín eignir Knattspyrnufélags ÍA en eru ánægðir með stefnubreytingu meirihlutans á þann veg að með samningnum sé Akraneskaupstaður “nú tilbúinn að veita meira fé til íþróttastarfsemi en áður hefur þekkst,” eins og segir orðrétt í bókun minnihlutans.

 

Bókun minnihluta bæjarstjórnar þeirra Gunnars Sigurðssonar, Guðrúnar Elsu Gunnarsdóttur, Sæmundar Víglundssonar og Þórðar Þ. Þórðarsonar er svohljóðandi: “Í bæjarráði Akraness hefur verið kynntur framkvæmdasamningur við Golfklúbbinn Leynir um uppbyggingu golfvallarins að Görðum. Þar er ætlunin að fjármagna framkvæmdir golfklúbbsins, sem fóru fram á árunum 1999 til 2004, ásamt vélum og tækjum sem keypt voru á sama tímabili. Framkvæmdirnar sem um er að ræða eru bygging æfingaskýlis, uppbygging vallarins og tækjakaup til umhirðu á golfvellinum. Kostnaður golfklúbbsins vegna þessara liða er áætlaður 38,9 mkr.

Í þessum samningi er einnig gert ráð fyrir nýkaupum á vélum til umhirðu vallarins og er kostnaðu vegna þess 6,0 mkr. Samtals er áætlaður kostnaður golfklúbbsins vegna framkvæmda og nýkaupa tækja á árunum 1999 til 2005 áætlaður upp á 44,9 mkr.

Í samningnum er gert ráð fyrir að Akranekaupstaður greiði Golfklúbbnum Leynir árlegt framlag upp á 7,8 mkr. til að mæta kostnaði klúbbsins eða samtals 39,0 mkr. Hér er greinilega verið að aðstoða Golfklúbbinn Leynir við uppgreiðslu á eldri skuldum og því ástæða til að velta því fyrir sér hvernig slíkt tengist framkvæmdasamningi. Einnig hefur verið kynntur í bæjarráði rekstarsamningur vegna reksturs golfvallarins og er þar er gert ráð fyrir árlegu rekstrarframlagi á næstu þremur árum upp á 5,0 mkr. eða samtals 15,0 mkr. Þar sem sá samningur framlengist óbreyttur til þriggja ára verði honum ekki sagt upp verður að gera ráð fyrir að framlag vegna þessa samnings á árinu 2009 verði 5,0 mkr.

Á árinu 2005 hefur Golfklúbburinn Leynir fengið frá Akraneskaupstað ýmis framlög að upphæð 8,831 mkr. sem eru ekki hluti af þessum tveimur samningum. Ef þessir nýju samningar og önnur framlög bæjarins til Golfklúbbsins Leynis á árinu 2005 eru reiknuð saman til og með ársins 2009 er heildarupphæð þeirra samtals 69,631 mkr. eða að meðaltali tæpar 14,0 mkr. á ári. Til samanburðar er gert ráð fyrir að á árinu 2005 verði heildarframlag Akraneskaupstaðar til frjálsra félagasamtaka tæpar 18,0 mkr. Með þessum samningum er bæjarstjórn Akraness að gjörbreyta um stefnu frá þeim tíma er bæjarstjórnin leysti til sín eignir Knattspyrnufélags ÍA á árinu 2001 fyrir samtals 15,5 mkr. á verðlagi þess árs. Stefnubreytingin fellst í því að í staðinn fyrir að leysa til sín eignir frjálsra félaga er gert ráð fyrir langtíma rekstrar- og framkvæmdastyrkja, m.a. til uppgreiðslu skulda.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðiflokksins á Akranesi fagna þessari stefnubreytingu að því leiti að Akraneskaupstaður er nú tilbúinn að veita meira fé til íþróttastarfsemi en áður hefur þekkst. Þess vegna viljum við árétta þann áherslupunkt okkar, sem var í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu bæjarstjórnarkostningar, um að laun leiðbeinenda barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi verði greidd að hluta af Akraneskaupstað. Komið hefur fram að börn og unglingar, sem iðkendur í Golfklúbbnum Leyni, eru um 100 eða u.þ.b. 20% iðkenda í klúbbnum. Til samanburðar má geta geta þess að u.þ.b. 80% þeirra sem nýta Jaðarsbakkasvæðið eru börn og unglingar. Því hlýtur að verða gert ráð fyrir stórauknu framlagi til íþrótta- og tómstundafélaga í bænum í fjárhagsáætlunum næstu ára til að gera börnum og unglingum auðveldara að taka þátt í tómstunda- og íþróttastarfi með mun lægri kostnaði fyrir heimilin og einnig til að létta undir og auðvelda rekstur hinna frjálsu félaga í bænum.”

 

Eins og áður sagði lagði minnihlutinn til að samningnum yrði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar en sú tillaga var felld. Var samninguinn því borinn undir atkvæði og samþykktur með átta samhljóða atkvæðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is