Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2005 07:55

Leikskólagjöld lægst í Skýjaborgum

Gjöld fyrir leikskólapláss í leikskólum á Vesturlandi eru í flestum tilfellum mjög keimlík en þó áberandi lægt í leikskólanum Skýjaborg sem sveitarfélög sunnan Skarðsheiðar reka saman á Hagamel. Hæst eru gjöldin í Stykkishólmi þar sem greiða þarf þriðjungi hærra verð en í Skýjaborg.

Sú ákvörðun hreppsnefndar Skilmannahrepps að bjóða íbúum gjaldfrjálsan leikskóla til 1. júní á næsta ári hefur vakið nokkra athygli enda eru leikskólagjöld talsverður útgjaldaliður í heimilishaldi fjölskyldufólks.

 

Kannanir hafa sýnt að leikskóladvöl barna er sífellt að lengjast og stór hluti barna er farinn að dvelja allan daginn á leikskólum. Því er ekki úr vegi að rýna í gjaldskrár leikskóla á Vesturlandi. Átta tíma leikskóladvöl er ódýrust í Skýjaborg eða 15.940 krónur á mánuði. Á Akranesi kostar dvölin 18.816 krónur og í Snæfellsbæ kostar dvölin 19.685 krónur. Í Dalabyggð kostar dvölin 20.332 krónur og í Borgarfjarðarsveit 20.375 krónur. Hærra verð þarf að greiða í Borgarnesi, Grundarfirði og hæst er gjaldið í Stykkishólmi 21.600 krónur.

Leikskólabörn þurfa að nærast og er kostnaður við fullt fæði lægst í Skýjaborg 4.700 krónur. Í Borgarnesi kostar fæðið 5.648 krónur og í Stykkishólmi 5.900 krónur. Hæst þarf að greiða fyrir fæðið í Dalabyggð og Borgarfjarðarsveit 6.720 krónur. Leikskóladvöl eins barns í átta tíma með fullu fæði er því lægst í Skýjaborg eða 20.640 krónur. Á Akranesi er kostnaðurinn 25.149 krónur og í Snæfellsbæ er gjaldið 26.130 krónur. Í öðrum sveitarfélögum er kostnaðurinn rúmar 27 þúsund krónur, hæstur í Stykkishólmi 27.500 krónur.

Systkinaafsláttur er nánast sá sami í öllum sveitarfélögum eða 25% með öðru barni og 50% með þriðja barni.  Foreldrar sem eiga börn í leikskóla spara því á næstu mánuðum verulegar upphæðir nú þegar gjaldfrjáls leikskóli er orðinn að veruleika. Foreldrar með tvö börn á leikskólaaldri spara því á ári ríflega 800 þúsund krónur á ári eða ríflega 100 þúsund krónur í tekjur á mánuði sé tekið tillit til skatta.

Rétt er að taka fram að leikskólagjöld standa aðeins undir hluta af rekstrarkostnaði leikskóla. Í flestum sveitarfélögum er miðað við að gjöldin standi undir fjórðungi til þriðjungi af rekstrarkostnaði. Í þessum samanburði er ekkert mat lagt á starfsemi og þá þjónustu sem einstakir leikskólar veita. Þá er einnig rétt að fram komi að í sveitarfélög á Vesturlandi hafa komið vel út í samanburði leikskólagjalda sveitarfélaga á landinu öllu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is