Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. nóvember. 2005 03:09

Fleiri nýta þjónustu Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi

Heilsugæslustöðin í Borgarnesi á þrítugs afmæli í janúar nk. Á þeim tíma hefur starfsemin eflst og aukist þrátt fyrir að fjöldi starfsmanna sé í dag svipaður og hann var í upphafi í ársbyrjun 1976. Samskiptum lækna og starfsfólks við héraðsbúa og aðra skjólstæðinga hafa aukist mjög á liðnum árum en með orðinu samskiptum er átt við vitjanir lækna, símtöl og heimsóknir sjúklinga á heilsugæslustöðina. Á árabilinu 1989 til 1998 voru samskipti þessi í heild um 20 þúsund á ári en árin 1999 til 2004 hafa þau aukist um 20%, eru að jafnaði um 24.000 á ári og líkur eru til að þau verði enn fleiri á yfirstandandi ári.

 

Hlutfall sjúklinga með lögheimili á starfssvæðinu af heildar gestafjölda hefur einnig breyst mikið. Á árunum 1995 - 1997 voru sjúklingar sem bjuggu utan póstnúmera 310, 311 og 320 um 12-14% af gestum stöðvarinnar en síðustu árin hefur sjúklingum sem búa utan þessara póstnúmera fjölgað í að vera 24-29% af heildinni. Ástæður þessara aukningar rekja starfsmenn Heilsugæslustöðvarinnar einkum til tveggja þátta, þ.e. fjölda nemenda á Bifröst og Hvanneyri sem ekki færa lögheimili á svæðið á meðan á námi stendur og gríðarlega aukningu gesta í sumarhús í héraðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is