Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. nóvember. 2005 03:10

Gott viðmót og góðar aðstæður mæta nýjum presti í Ólafsvík

Séra Magnús Magnússon, nýskipaður sóknarprestur í Ólafsvík segist horfa björtum augum til nýja starfsins en um leið kveðji hann blómlegt starf á Skagaströnd þar sem hann hefur verið sóknarprestur síðan síðla árs 2000. Var það fyrsta brauð hans.

Magnús er Húnvetningur, fæddur og uppalinn á Staðarbakka í Miðfirði. Þar var löngum prestssetur og þar var Guðbrandur biskup Þorláksson fæddur og uppalinn. Eins og Guðbrandur gekk Magnús menntaveginn og útskrifaðist úr guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1999.

 

Séra Magnús er kvæntur Berglindi Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 1-9 ára. Berglind á ættir að rekja til Hrútsholts í Eyjahreppi en er fædd og uppalin í Kópavogi.

Séra Magnús segir skipunartíma presta vera fimm ár og því hafi þau hjón ákveðið að kanna möguleika á nýju brauði. Eftir að hafa kynnt sér aðstæður í Ólafsvík hafi hann ákveðið að sækja um. “Í Ólafsvík er góð kirkja, gott safnaðarheimili og ekki síst mætti okkar þar gott og elskulegt viðmót. Því var það mjög gleðilegt að fá köllun þangað.

Aðspurður segist séra Magnús skipaður frá 1. desember og innsetningarmessan verði 18. desember. Því verði messur um jól fyrstu eiginlegu embættisverkin og það sé ekki slæmur tími til að hefja störf í nýrri sókn. Fjölskyldan sé afar spennt fyrir flutningnum vestur en um leið sé erfitt að kveðja skemmtilegt og blómlegt starf á Skagaströnd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is