Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2005 12:05

Bónus opnar verslun á Akranesi vorið 2007

Ákveðið hefur verið að Bónus opni nýja verslun á Akranesi vorið 2007 en fram til þessa hefur engin slík verslun verið í bæjarféginu. Hefur fyrirtækið fengið úthlutað lóð við Þjóðbraut undir hina nýju verslun og mun í dag verða skrifað undir samninga um lóðakaup og byggingaframframkvæmdir. Jóhannes Jónsson, eigandi Bónuss sagði í samtali við Skessuhorn að nú þegar hafi verið samið við verktakafyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson ehf. um byggingu hússins. “Það eru áætlanir uppi um að gera Þjóðbraut aftur að aðalinnkeyrslunni í bæinn og verðum við því í afskaplega góðum tengslum við umferð í bænum,” segir Jóhannes.

 

Jóhannes segir að hin nýja verslun verði svipuð að stærð og verslun þeirra í Borgarnesi, eða 1100 til 1200 fermetrar að flatarmáli. Aðspurður um ástæðu þess að Bónus hafi nú ákveðið að byggja á Akranesi segir Jóhannes: “Það hafa dunið á okkur beiðnir frá fólki um að við komum með verslun á Akranes. Við höfum auk þess fengið gríðarlega jákvæðar viðtökur með nýja og endurbætta verslun í Borgarnesi og trú manna á áframhaldandi vöxt þessa svæðis er sterk. Við erum því ekki í vafa um að okkur verði vel tekið á Akranesi sem annars staðar og fögnum því að tekin hefur verið ákvörðun,” sagði Jóhannes Jónsson að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is