02. nóvember. 2005 11:01
Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggst gegn samræmdum stúdentsprófum í framhaldsskólum. Í tilkynningu frá VG segir m.a: “Eins og orðalagið gefur til kynna gera samræmd próf námið í framhaldsskólunum einsleitara auk þess sem aðeins er prófað í fáum greinum sem fá þá aukið vægi á kostnað annarra.” Þá vilja Vinstri grænir meina að samræmd próf muni njörva skólana niður í sama far og reynslan sýni að brátt gæti kennslan farið að snúast um prófin en ekki um námið sem slíkt. “Vinstri grænir krefjast þess að horfið verði af braut miðstýringar og samræmingaráráttu sem einkennt hefur menntastefnu núverandi ríkisstjórnar,” segir loks í tillkynningu frá hreyfingunni.