Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2005 07:49

Þingmenn í kjördæmaheimsóknum

Síðastliðinn mánudag voru 9 af 10 þingmönnum NV kjördæmis á ferð í Borgarnesi og hittu þar m.a. fulltrúa sveitarstjórna á Vesturlandi. “Á fundinum bar margt á góma, eins og gefur að skilja, bæði sem lýtur að landshlutanum öllum og þrengri hagsmunamál svæða innan hans eða einstakra sveitarfélaga,” sagði Hrefna B Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SSV í samtali við Skessuhorn. Sagði Hrefna að mikið hafi verið rætt um framhaldsskólamál, jafnt hugmyndina sem verið er að vinna að á Borgarfjarðarsvæðinu og snýr að menntaskóla sem og nýjan framhaldsskóla í Grundarfirði.

 

Einnig var lögð áhersla á að framboð iðnnáms við Fjölbrautaskólann á Akranesi myndi ekki skerðast, því ef iðnnámsframboð er ekki í lagi, þá fara nemendur að leita annað. “Það barst í tal á fundinum sá kostnaður sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru að taka á sig vegna aksturs nemenda á Nesinu en sveitarfélögin skiptu á milli sín tæplega fjögurra milljóna króna halla eftir fyrsta starfsár skólans. Þetta er nokkuð sem Snæfellingar biðja um að verði skoðað.”

Hrefna sagði miklar umræður hafa verið um Landbúnaðarháskóla Íslands og var þar lagt upp með að þegar stofnanir eru sameinaðar, eins og LBHÍ, að þeim sé tryggt að lagt sé upp í slíka starfsemi án skuldahala fyrri stofnana. Einnig var rætt um samfélagið á Hvanneyri m.t.t. þeirra tækifæra sem þar liggja og snúa að útvíkkun starfseminnar og jafnvel frekari flutningum stofnana til Hvanneyrar til að nýta betur rannsóknarþáttinn o.fl.  Þá segir Hrefna að Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður hafi rætt um flutning opinberra stofnana út á landsbyggðina. “Sagði þingmaðurinn nokkuð áberandi að þegar stofnanir væru fluttar út á land, þá lægju þær oft undir neikvæðu umtali um að þær stæðu sig ekki í sínu fagi. Vísaði Anna Kristín í Byggðastofnun og Landmælingar Íslands á Akranesi í því sambandi. Þetta er athyglisverður punktur og ég er sammála því að ráðamenn verða að halda vöku sinni til að verja þessar stofnanir gagnvart neikvæðri og oft á tíðum ómaklegri umfjöllun,” sagði Hrefna.

 

Ýmis fleiri mál bar á góma á þingmannafundinum með sveitarstjórnarmönnum. Meðal annars var rætt um að peninga skorti til að byggja af reisn upp starfsemi við þjóðgarðinn Snæfellsjökul eins og vonast var eftir.  “Það er ljóst að þjóðgarðurinn færir okkur á Vesturlandi heilmikil tækifæri ef vel verður staðið að uppbyggingu og skipulagningu hans og nægir að nefna tækifæri sem snerta Green Globe verkefnið í því samhengi.

Einnig var rætt á fundinum um samgöngumál og vísað til ályktana sem samþykktar voru á aðalfundi SSV fyrir liðna helgi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is