Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2005 02:25

Stíll í X-inu í Stykkishólmi

Í gærkvöldi fór fram í félagsmiðstöðinni X-inu í Stykkishólmi undankeppni í Stíl 2005. Stíll er keppni félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninar og má það vera skipað 2-4 einstaklingum þar af einu módeli. Þrjú lið tóku úr Stykkishólmi þátt að þessu sinni, eitt úr 8. bekk, eitt úr 9. bekk og eitt úr 10. bekk, og var keppnin hörð og erfitt að gera upp á milli liðanna að sögn dómnefndar. Þema keppninnar í ár er RUSL og áttu liðin að vinna út frá því.  Sigurliðið í ár skipa þrjár stúlkur úr 8. bekk þær Sunna Rós Arnarsdóttir, Guðrún Erla Ólafsdóttir og módelið þeirra Ellen Alfa Högnadóttir. Þær fara í lokakeppnina sem haldin verður 26. nóvember nk. í íþróttahúsi Digranesskóla í Kópavogi á milli kl. 15:00 og 18:00.

 

Greinilegt var á keppninni í gærkvöldi að krakkarnir lögðu mikið á sig til að gera kvöldið sem glæsilegast og voru þær stöllur Inga Dalla og Guffý þeim til fulltingis. X-ið var skreytt frá toppi til táar í takt við þema kvöldsins, útbúinn hafði verið göngupallur og var mikil stemning fyrir kvöldinu.

 

Formaður nemendaráðs, Sunna Guðný Högnadóttir, setti kvöldið og minnti á góðan árangur okkar fólks í keppninni á síðasta ári, þegar fulltrúar X-ins urðu í 3. sæti í lokakeppninni. Við keflinu tóku síðan kynnar kvöldsins, þau Heiða María Elfarsdóttir og Ívar Sindri Karvelsson og stóðu þau sig með stakri prýði og skipti Ívar um föt í hálfleik eins og kynnar gera á stórviðburðum sem þessum.

 

Hljómsveit skipuð þremur stúlkum úr 10. bekk, þeim Gunnhildi Gunnarsdóttur, Maríu Björnsdóttur og Sigrúnu Björk Sævarsdóttur, steig svo á stokk og söng eitt lag, og að því loknu komu módelin fram.

 

Gleðisveit Sigurvins spilaði svo fyrir áhorfendur á meðan dómnefndin gerði upp hug sinn en sveitina skipa Sigurvin Sveinsson, Ágúst Ingi Guðmundsson, Jón Viðar Pálsson og Martin Markvoll. Tónlistarfólkið eru nemendur við Tónlistarskólann í Stykkishólmi nema Martin sem er kennari við skólann.

 

Dómnefndina í ár skipuðu þær Bjarndís Emilsdóttir, Katrín Gísladóttir, María Guðmundsdóttir og Steinunn Helgadóttir og tilkynntu þær úrslit kvöldsins.

 

Í þriðja sæti var Helga Kristín Sigurðardóttir og módelið hennar Agnes María Magnúsdóttir, báðar úr 10. bekk.

 

Í öðru sæti urðu Lilja Margrét Riedel, Rakel Svansdóttir og módelið þeirra Helga Hjördís Björgvinsdóttir, allar úr 9. bekk.

 

Byggt á fréttavef Stykkishólmsbæjar

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is