Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2005 01:21

Undrun yfir nýskipan lögreglumála á Akranesi

Bæjarráð Akraness er undrandi á tillögum framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála. Þetta kom fram á fundi ráðsins í gær. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er leggur nefndin til að Borgarnes verði svokallað lykilembætti. Löggæslan í Búðardal og Hólmavík veðri sameinuð lögreglunni í Borgarnesi og færi það lið jafnframt með löggæslu í Reykhólahreppi. Önnur embætti á svæðinu sem færu með lögreglustjórn væru Akranes og Stykkishólmur. Með þessum breytingum falla fjárveitingar frá embættunum í Búðardal og Hólmavík til embættisins í Borgarnesi. Þá er gert ráð fyrir að starfsemi rannsóknardeildar verði í Borgarnesi og falli því fjárveiting vegna rannóknarlögreglumanns á Akranesi til embættisins í Borgarnesi. 

 

Á áðurnefndan fund bæjarráðs kom Ólafur Hauksson sýslumaður á Akranesi. Gerði hann grein fyrir tillögum nefndarinnar hvað skipan mála á Akranesi varðar. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi bókun: „Bæjarráð Akraness lýsir yfir undrun sinni á tillögum framkvæmdanefndar um nýsköpun lögreglumála. Í þeim er gert ráð fyrir að lykilembætti lögreglunnar á Vesturlandi verði í Borgarnesi og rannsókn brotamála flytjist þangað. Bæjarráð bendir á að á Akranesi búa um 6.000 manns og íbúafjöldi fer þar vaxandi og í næsta nágrenni. Í næsta nágrenni er einnig mesta umferðarsvæði landsins, bæði á sjó og á landi, stærsta stóriðjusvæðið og stærsta innflutningshöfn landsins. Bæjarráð telur því nær að efla lögregluna á Akranesi en að færa þunga starfseminnar annað.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is