Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2005 02:04

Tökum höndum saman - Neyð í Pakistan

Eins og fram  hefur komið í fjölmiðlum ríkir nú neyðarástand í Pakistan  í kjölfar mikilla jarðskjálfta.  Samkvæmt nýjustu upplýsingum pakistanskra stjórnvalda er ástandið skelfilegt. Í Kasmírhéraði einu er áætlað að ennþá séu um 200.000 manns sem enn hafa ekki fengið neina aðstoð. Mikill skortur er á hjálpargögnum og vetur í nánd með tilheyrandi kulda. 

 

Í Pakistan ríkir víða mikil fátækt og því verða fórnarlömb jarðskjálftanna að treysta á utanaðkomandi aðstoð. Því miður hefur alþjóðasamfélagið ekki tekið við sér sem skyldi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hefur einungis fjórðungur þeirra fjárframlaga, sem ríki heimsins lofuðu að láta af hendi, skilað sér.  Íslensk stjórnvöld hafa látið fé af hendi rakna til hjálparstarfsins sem og íslenskar hjálparstofnanir, en betur má ef duga skal.  Íslendingar eru ein ríkasta þjóð heims og er því sjálfsagt að gera þá siðferðilegu kröfu til okkar að við komum til hjálpar fórnarlömbum jarðskjálftans. Við ættum manna best að þekkja þann skaða sem náttúruhamfarir geta valdið og mikilvægi þess að hjálp berist fljótt við slíkar aðstæður.  Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá stuðning erlendis frá eftir náttúruhamfarir, enda þótt við hefðum ekki líkt því sömu þörf fyrir utanaðkomandi aðstoð og Pakistanar hafa nú.  Íslendingar hafa nú tækifæri til að sýna að þeir séu  ekki bara þiggjendur í samfélagi þjóðanna heldur einnig gefendur.  

 

Jólaundirbúningur er nú að hefjast hjá okkur og líklega mun eyðsla landsmanna slá öll met í ár. Fyrir þau sem leita að hentugum jólagjöfum í landi ofgnóttarinnar er tilvalið að gefa ættingjum og vinum kvittun fyrir greiddu framlagi í hjálparstarfið.

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands skorar á almenning og stjórnvöld að bregðast nú þegar við og leggja meira af mörkum til að koma í vega fyrir frekari hörmungar í Pakistan. Tökum nú höndum saman því margt smátt gerir eitt stórt.

 

F.h. Mannréttindaskrifstofu Íslands

Brynhildur G. Flóvenz, stjórnarformaður

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is