Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2005 08:16

Dekurstofa á Akranesi

Nýlega var opnuð ný snyrtistofa á Akranesi og nefnist hún Dekurstofan. Þar býður Sigríður Marta Valsdóttir uppá dekur af ýmsu tagi. Hjá henni er hægt að ná sólarlandabrúnkunni á 3 sekúndum, fá 1-3 daga airbrush tattoo, 2-5 ára varanlegt (tattoo), förðun, gervineglur og naglaskraut ásamt því að fá göt í eyrun. Dekurstofan er til húsa að Vesturgötu 133, í snyrtilegri og bjartri aðstöðu. Sigríður Marta er nýflutt, ásamt börnum sínum Gísla Val og  Hönnu Margréti, aftur á Akranes. Sjálf er hún fædd og uppalin í Keflavík en bjó áður á Akranesi frá árinu 1989 til 1997. Árið 2003 hóf Sigríður nám við naglaásetningu og varð ári seinna Íslandsmeistari nema í því fagi. Síðan þá hefur áhuginn leitt hana lengra inná braut snyrtigeirans og nú hefur hún einnig að baki nám í airbrushtækni (skraut á neglur og brúnka á líkama), og varanlegri förðun með jurtalitum. Sigríður segir tattooin hafa verið vinsæl jólagjöf í fyrra þar sem þau eru ekki varanleg.

 

Í apríl á þessu ári fjárfesti hún svo í “instant tan” brúnkuspreyklefa sem með skaðlausu efni spreyjar líkamann allann á 3 sekúndum. “Þetta er eins og frískandi vatnsúði,” útskýrir Sigríður, “sem svo er látinn þorna. Það er svo þetta efni sem virkjar melanínið í húðinni til að framleiða brúnan lit, sömu áhrif og sólin bara engir útfjólubláir geislar,” segir hún. Sigríður segir móttökur fólks við stofunni vera góðar og fólk almennt áhugasamt um þessar nýjungar sem í boði eru. Þetta sé spennandi verkefni og hlakki mikið til komandi tíma. Hún bendir bara öllum á að líta við eða hringja og kynna sér málið frekar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is