Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2005 01:57

Frjálslyndir vilja niðurfellingu virðisaukaskatts í Hvalfjarðargöngum

Þingmenn Frjálslynda flokksins, með Magnús Þór Hafsteinsson í fararbroddi, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Verði frumvarpið að lögum fellur niður innheimta virðisaukaskatts af veggjaldi í Hvalfjarðargöngum. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur af og til komið upp umræða um hugsanlega niðufellingu veggjaldsins eða í það minnsta virðisaukaskattsins af veggjaldinu.

 

Í greinargerð með frumvarpinu segir að ósanngjarnt sé að ríkið innheimti virðisaukaskatt  fyrir gjöld sem reidd eru af hendi fyrir notkun samgöngumannvirkis því hið opinbera innheimti veruleg gjöld með álagningu á farartæki og eldsneyti. Þá kemur fram að frá opnun ganganna hafi verið innheimtar samtals tæpar 700 milljónir króna í virðisaukaskatt af vegfarendum um göngin. Þá segir í greinargerðinni: „Hvalfjarðargöngin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem samgöngubót sem komið hefur landsmönnum öllum til góða. Þau hafa stytt vegalengdir, aukið umferðaröryggi og styrkt byggðarlög. Enginn vafi leikur á því að hið opinbera hefur sparað verulegar fjárhæðir sem annars hefðu einkum runnið til viðhalds og reksturs vegar fyrir Hvalfjörð. Miklir fjármunir hafa einnig sparast vegna þess að slysatíðni á veginum fyrir Hvalfjörð er nú nánast engin. Fyrir tíma Hvalfjarðarganga voru alvarleg umferðarslys sem leiddu til örkumla og dauða árlegur viðburður á þeim vegi. Hvalfjarðargöngin hafa einnig orðið mikilvæg forsenda fyrir því að styrkja Vesturland sem atvinnusvæði. Síðast má geta þess að þau hafa auðveldað íbúum höfuðborgarsvæðisins að nýta sér dýrmæta möguleika til útivistar og ferðalaga um Vesturland, Vestfirði og Norðurland. Allir þessir jákvæðu þættir gera það að verkum að innheimta virðisaukaskatts af veggjöldum er ósanngjörn og ætti því að leggja hana af. Þetta gæti orðið verulegt skref í þá átt að lækka gjöld í Hvalfjarðargöngin.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is