Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2005 02:06

Glæsilegir minningartónleikar um Karl J Sighvatsson

Húsfyllir var á minningartónleikum um Karl J. Sighvatsson sem haldnir voru í Bíóhöllinni á Akranesi í gærkvöldi. Það var Lionsklúbburinn Eðna sem stóð fyrir tónleikunum og rennur ágóði af þeim til Tónlistarskóla Akraness sem fagnar hálfrar aldar afmæli í vetur. Fjölmargir tónlistarmenn léku á tónleikunum lög sem með ýmsum hætti tengdust ferli Karls bæði eftir hann sjálfan og aðra.

 

Upphafsatriði tónleikanna var afar áhrifamikið en þá lék 9 ára nemandi Tónlistarskóla Akraness, Pétur Guðjónsson, lag á harmonikku en á þann hátt og á sama stað hóf Karl heitinn sinn tónlistarferil opinberlega fyrir tæpri hálfri öld. Hljómsveit sem sett var saman fyrir þessa tónleika var skipuð tónlistarmönnum sem hófu feril sinn á Akranesi og í raun má segja að á tónleikunum hafi þrjár kynslóðir tónlistarmanna heiðrað minningu Karls.

Allir listamenn kvöldsins stóðu sig afar vel en stórbrotin frammistaða Andreu Gylfadóttur verður þó eflaust efst í huga þeirra er tónleikana sóttu. Hún sýndi svo ekki verður um villst að þar fer einn af bestu söngvurum okkar. Lagaval var mjög skemmtilegt og að síðustu var flutt útsetning Karls á Pílagrímakór Wagners sem á sínum tíma var bönnuð í Ríkisútvarpinu. Hafi þakið á Bíóhöllinni einhvern tímann verið komið að því að rifna af var það í fögnuði og þakklæti tónleikagesta. Þeim sem stóðu að þessum tónleikum tókst ætlunarverk sitt. Að minnast mikils listamanns með tónlist þeirri sem hann sjálfur lék.

Fjóla Ásgeirsdóttir formaður Lionsklúbbsins Eðnu segist afar þakklát að tónleikunum loknum. Hún segist þakklát öllum þeim sem að undirbúningi tónleikanna komu og tryggðu að þeir yrðu jafn glæsilegir og raun bar vitni. Hún segir að uppgjör tónleikanna muni liggja fyrir á næstu dögum og þá verði afrakstur þeirra afhentur Tónlistarskólanum á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is