Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2005 05:58

Hvítasunnusöfnuðurinn kaupir hús á Akranesi

Hvítasunnusöfnuðurinn á Akranesi hefur fest kaup á húseigninni Skagabraut 6 á Akranesi og verður húsið kirkja safnaðarins. Húsið var reist árið 1981 og er tveggja hæða, samtals tæpir 309 fermetrar að stærð. Brunabótamat hússins er rúmar 33 milljónir króna. Þar var síðast til húsa blómaverslun og rafmagnsverkstæði.

 

Hjalti Glúmsson, forstöðumaður safnaðarins segir kaupin ætluð til að efla starfsemi safnaðarins, sem var endurreistur fyrir um fjórum árum síðar. Í dag eru meðlimir um 20 talsins. Hjalti vildi ekki gefa kaupverð hússins upp en ekki er óvarlegt að áætla að það hafi verið nokkuð á þriðja tug milljóna. Aðspurður hvort ekki sé mikið í ráðist fyrir fámennan söfnuð segir Hjalti svo auðvitað vera. „Við stöndum ekki ein í þessu því aðrir söfnuðir koma að þessum kaupum með okkur og við erum sannfærð um að starf okkar eigi eftir að eflast á komandi árum“ segir Hjalti.

 

Söfnuðurinn hefur þegar tekið neðri hæð hússins í notkun fyrir starfsemi sína og á sunndaginn kl. 11 verður vígsluathöfn. Efri hæð hússins verður áfram í útleigu, um sinn að minnsta kosti, en þar er nú rekið rafmagnsverkstæði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is