Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2005 07:30

Ný óperetta frumsýnd á föstudag

Skammt er stórra högga á milli í leiklistarlífi Akurnesinga. Nýverið var frumsýndur frumsaminn söngleikur í Grundaskóla og á föstudag verður frumsýnd í Bíóhöllinni óperettan “Gestur-síðasta kvöldmáltíðin,” eftir Gaut G. Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson. Höfundar segir að þarna sé um að ræða hinsegin óperettu eins og þeir nefna hana. Verkið fjallar um þá Lauga og Óliver sem eru samkynhneigð hjón í Grafarholtinu. Laugi er heimavinnandi en Óli vinnur í banka og þeir una nokkuð glaðir við sitt þar til nágranni þeirra, sjarmatröllið og atvinnuflugmaðurinn Gestur, setur líf þeirra úr skorðum. Smávægilegur misskilningur kallar fram afbrýði og hefndarhug sem kemur af stað bráðfyndinni atburðarrás með óvæntum endi.

 

Höfundar verksins fara með hlutverk þeirra Lauga og Ólivers. Auk þeirra fer Hrólfur Sæmundsson með hlutverk Gests. Leikstjóri sýningarinnar er Þröstur Guðbjartsson og á píanó leikur Raúl Jiménez.

Aðstandendur sýningarinnar segja tónlistina ákaflega vandaða og áheyrilega og spanni fjölmargar stílgerðir vestrænnar tónlistar; eina stundina er hún létt og fjörug í ætt við Mozart og aðra hádramatísk og rómantísk. Leiktextinn er farsakenndur og meinfyndinn og hann ásamt tónlistinni myndar þetta stórskemmtilega verk.

Eins og áður sagði verður verkið frumsýnt í Bíóhöllinni föstudaginn 11. nóvember og hefst sýningin kl. 20. Miðapantanir fara fram í síma 823-3289 og í gegnum netfangið kristmannsson@simnet.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is