Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2005 10:36

Strútur, kengúra og dádýr á matseðlinum

Nú styttist í aðventu. Á undanförnum árum hafa landsmenn tekið upp ýmsa siði á aðventunni og eins og annað hjá landanum hafa þeir verið teknir með trompi. Smám saman færist jólaverslun framar á árið. Jólaskreytingar af ýmsu tagi verða mikilfenglegri með hverju árinu. En landinn gerir einnig vel við sig í mat og drykk á aðventunni. Hér fyrr á árum þótti það sjálfsagður hlutur að efnt var til mikilla drykkuveisla á vinnustöðum og var það kallað að fá sér jólaglögg. Var þá drukkin mjöður, sem flestum þótti frekar ógeðfelldur, en ekki vildu menn skerast úr leik.

 

Heldur er meiri reisn yfir jólahlaðborðunum sem undanfarin ár hafa tröllriðið veitingamennsku landsins. En nú sjást dæmi þess að mati sumra veitingamanna að komin sé ákveðin þreyta í jólahlaðborðin. Ekki að þar sé í kot vísað. Gestum standa til boða tugir rétta af hlaðborði sem eiga það sameiginlegt að bera matreiðslumanninum göfugt vitni. Sæþór H. Þorbergsson matreiðslumeistari á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi er einn þeirra sem telur breytinga þörf. Í stað hefðbundins jólahlaðborðs bauð hann gestum að bragða á réttum af matseðli þar sem dúfukjöt var í aðalhlutverki. Sæþór segir það hafa mælst vel fyrir og því hafi verið ákveðið að bæta um betur nú á aðventunni. Nú geta gestir staðarins gætt sér á réttum af strút, kengúru og dádýri. Sæþór segir að á undanförnum árum hafi innflutningur á ýmsum sjaldgæfum kjöttegundum aukist og því geti hann sett saman matseðil með þessum tegundum. Þessi matseðill verði í boði um helgar á aðventunni og ef marka megi undirtektir gesta á undanförnum dögum telji fólk þetta kærkomna tilbreytingu frá yfirhlöðnum jólahlaðborðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is