Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2005 01:41

Ákært í þremur nauðgunarmálum af ellefu á Vesturlandi

Á árunum 1995 til 2004 bárust lögreglustjórum á Vesturlandi ellefu nauðgunarkærur og af þeim leiddu þrjár þeirra til ákæru. Á sama tíma kom eitt slíkt mál til kasta Héraðsdóms Vesturlands og var sakfellt í því máli. Þetta kemur fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur á Alþingi. Spurði Guðrún um fjölda þeirra nauðgunarmála sem farið hafa fyrir dómstóla landsins á síðustu 10 árum. Einnig spurði þingmaðurinn um fjölda nauðgunarkæra sem lögregluyfirvöldum bárust á sama árabili.

 

Í svari ráðherra kemur fram að alls bárust 370 kærur á þessum tíu árum og var ákært í 61 þeirra eða í rúmlega 16% tilfella. Til lögreglustjórans á Akranesi kom ein kæra en ekki var ákært í því máli. Til sama embættis í Borgarnesi bárust þrjár kærur en aðeins var ákært í einni. Til sýslumannsins í Stykkishólmi bárust sjö kærur og var ákært í tveimur þeirra. Engin kæra barst lögreglustjóranum í Búðardal á þessum árum.

Eins og áður sagði voru á þessum árum ákært í 61 nauðgunarmálum. Af þeim kom ein til kasta Héraðsdóms Vesturlands og var sakfellt í því máli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is