Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2005 11:05

Engjafang Magnúsar bónda í Stóra Ási

Út er komin bókin Engjafang sem hefur að geyma frásagnir og endurminningar Magnúsar Kolbeinssonar, bónda í Stóra – Ási í Hálsasveit.  Magnús er fæddur á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu árið 1921 og átti þar heima þar til hann var tæplega þriggja ára er foreldrar hans fluttu að Stóra – Ási. Þar hefur hann átt heima síðan. Hann vann að búi foreldra sinna eftir að hann hafði aldur til, sótti farskóla á ýmsum bæjum í Hálsasveit og var auk þess þrjá vetur í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Hann bjó í Stóra - Ási, ásamt konu sinni, Þórunni Andrésdóttur frá Kolslæk í 35 ár eða frá 1954 til 1989. Þau eignuðust fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur.

 

Heiti bókarinnar “Engjafang” á sér tilvísun í þann gamla sið sem tengist heyskap fyrr á árum og dregur nafn sitt af því að þegar búið var að binda síðustu sáturnar á heybandslestina við heyskaparlok var skilið eftir heyfang við teiginn. Það átti að tákna þakkarfórn til almættisins fyrir heyfang sumarsins.  Þættirnir í bókinni er skrifaðir eftir að komin voru sláttulok og farið var að hausta í ævi höfundanna. Þeir voru fyrst og fremst hugsaðir til dægrastyttingar, en auk þess að vera “fangið sem skilið er eftir í teignum” - þakklætisvottur til samferðafólksins á langri leið og til landsins sem fóstraði þá og geymir ræturnar. Í bókinni er m.a. fjallað um heimilisfólk og húsaskipan á öllum bæjum í Hálsasveit, þegar höfundur man fyrst eftir sér. Sérstakur þáttur er um systkinin frá Búrfelli. Að öðru leyti hefur bókin að geyma frásagnir af atvinnuháttum, fólki og félagslífi í Stóra – Ási og ýmsum öðrum bæjum í uppsveitum Borgarfjarðar. Að auki eru í bókinni minningarþættir sem faðir Magnúsar, Kolbeinn Guðmundsson og móðir hans, Helga Jónsdóttir tóku saman “við sláttulok” og lágu eftir þau að þeim látnum. Í lok bókarinnar er einnig bændatal Stóra – Áss, sem Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli tók saman.

Bókin verður til sölu í flestum bókaverslunum fyrir jólin. Einnig er hægt að panta bókina beint hjá höfundi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is