Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2005 11:22

Lítill útflutningur á lambakjöti

Á síðasta ári voru aðeins flutt út 609 kíló af fullunnu lambakjöti frá Íslandi að verðmæti rúmar 230 þúsund króna. Þetta kemur fram í svari landbúnaðarráðherra á Alþingi við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur um útflutning dilkakjöts síðustu fimm árin. Útflutningur á fullunnu lambakjöti hefur verið að dragast saman því árið 2003 var útflutningurinn 1.558 kíló og árið 2002 var hann 1.738 kíló.

 

Þá hefur meðalverð farið lækkandi því árið 2002 var meðal FOB-verð rúmar 638 krónur, árið 2003 var meðal FOB-verð tæpar 729 krónur en í fyrra var verðið aðeins 378 krónur. Í fyrra var útflutningurinn nánast til tveggja landa. Til Bretlands fóru 320 kíló og til Lúxemborgar fóru 275 kíló. Þá er ótalinn útflutningur til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þangað fóru á síðasta ári heil 14 kíló að verðmæti rúmar 44 þúsund krónur. Á árinu 2000 voru hins vegar flutt út rúm 19 tonn af fullunnu lambakjöti að verðmæti rúmar 3 milljónir króna og meðalverðið því aðeins tæpar 162 krónur. Mest var þá flutt út til Færeyja eða rúm 17 tonn.

 

Þingmaðurinn spurði einnig um útflutning á óunnu lambakjöti. Á árunum 2000-2004 voru flutt út rúm 8.334 tonn að verðmæti rúmlega 2,5 milljarðar króna. Mestur var útflutningurinn á árinu 2003 eða 2.253 tonn. Í fyrra var hann hins vegar 1.732 tonn. Meðalverð á hvert kíló var í fyrra tæpar 350 krónur. Mest var flutt út í fyrra til Færeyja eða 353 tonn, til Bretlands fóru 333 tonn og til Noregs 290 tonn. Gríðarlegur munur er hins vegar á meðal FOBverði til einstakra landa í fyrra. Má þar nefna að meðalverðið til Færeyja var tæpar 323 krónur, til Bretlands var meðalverðið 233 krónur, til Danmerkur 588 krónur og til Bandaríkjanna var meðalverðið 645 krónur.

 

Það er athyglisvert að meðalverð á hvert kíló af óunnu lambakjöti í fyrra var aðeins litlu lægra en meðalverðið á fullunnu lambakjöti.

 

Þá vildi þingmaðurinn einnig vita um hvert skilaverð til bænda hefði verið af útfluttu kjöti en í svari ráðherra kemur fram að skilverð sé mál einstakra sláturleyfishafa og því hafi ráðuneytið ekki aðgang að þeim upplýsingum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is