Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2005 03:58

Víða rólegt hjá bridsfélögunum

Félagsstarf flestra bridsfélaganna á Vesturlandi er með rólegra móti í haust og svo virðist sem þátttaka í íþróttinni sé á undanhaldi. Undantekning er þó líflegt starf hjá Bridsfélagi Borgarfjarðar, en þar hófst í liðinni viku aðaltvímenningur vetrarins með þátttöku 40 spilara. Hjá Bridsfélaginu á Akranesi fengust þær upplýsingar að undanfarið hefur verið spilað á 4-6 borðum og er það svipuð eða heldur minni þátttaka en undanfarin ár. Þó gerir Einar Guðmundsson, formaður félagsins ráð fyrir því að fleiri muni taka þátt í Akranesmeistaramótunum í sveitakeppni og tvímenningi sem hefjast eftir áramót.

 

Bridsfélagið í Borgarnesi hefur verið líflítið að undanförnu, en nokkrir félagar þaðan sækja Borgfirðinga heim í Logaland. Svipaða sögu er að segja úr Grundarfirði en þar er brids spilað á tveimur borðum í heimahúsi um þessar mundir.

Það er því ljóst að víða þarf að hlúa vel að nýliðun í þessum félögum til að starfsemi þeirra eigi ekki að leggjast endanlega af.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is