Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2005 04:00

Fjölmenni fagnaði fertugum Heiðarskóla

Á laugardaginn var þess minnst að fjörtíu ár eru liðin frá stofnun Heiðarskóla í Leirársveit. Í tilefni dagsins var opið hús í skólanum þar sem gestir gátu skoðað húsnæðið og fylgst með nemendum við leik og störf. Síðdegis hófst svo afmælissamkoma í félagsheimilinu Heiðarborg að viðstöddu miklu fjölmenni.

 

Eftir að ný fræðslulög tóku gildi árið 1946 hófst víða uppbygging barnaskóla. Má þar nefna að bygging skóla á Kleppjárnsreykjum hófst árið 1956 en að honum stóðu fimm sveitarfélög í Borgarfirði. Nokkur umræða fór þá fram ofan Skarðsheiðar um að sveitarfélög sunnan heiðar ættu einnig að standa að byggingu skólans en af því varð ekki. Skriður komst þó ekki á skólamál sunnan Skarðsheiðar fyrr en á fundi kvenfélagsins Bjarkar í Skilmannahreppi 29. janúar 1956. Þá vakti Svandís Haraldsdóttir, Stóra-Lambhaga II, máls á því að senda áskorun til hreppsnefndar Skilmannahrepps þess efnis að hreppurinn léti skólamál til sín taka. Ýmsar hugmyndir komu fram um hugsanlega staðsetningu skólans en í kjölfar borana eftir heitu vatni við Leirárlaug var ákveðið að skólinn skyldi rísa þar. Hófst bygging Heiðarskóla árið 1962.

Það var svo 9. nóvember 1965 sem skólabíll ók fyrst í hlað Heiðarskóla með börn úr Strandahreppi og Leirár- og Melasveit. Daginn eftir kom bíllinn svo með börn úr Innri-Akraneshreppi og Skilmannahreppi. Í fyrstu var nemendum ekið samdægurs á milli heimilis og skóla en í mars árið 1966 hófst rekstur heimavistar og var akstur þá lagður niður um tíma. Síðar var hann aftur tekinn upp fyrir börn sem bjuggu í kringum Akrafjall en börn af öðrum svæðum bjuggu á heimavist.  Skólinn hefur alla tíð státað af fjölbreyttu félagslífi og íþróttastarf innan skólans hefur löngum verið rómað. Nokkuð er um liðið síðan heimavist var lögð niður og er nemendum í dag ekið daglega milli heimilis og skóla.

Á opna deginum á laugardaginn voru gamlir nemendur skólans áberandi enda hafa þeir sýnt skólanum mikla ræktarsemi í gegnum árin. Mátti heyra margar sögur úr skólahaldi rifjaðar upp og ekki síður af heimavistunum.

Helga Stefanía Magnúsdóttir, skólastjóri segist afar ánægð með þátttöku almennings í afmælisdagskránni. Á afmælissamkomunni í Félagsheimilinu Heiðarbæ er talið að hafi verið hátt í 300 manns. Auk dagskrár nutu gestir veitinga og þar bar hæst stór og fagurlega skreytt rjómaterta sem bökuð var á staðnum. Helga Stefanía segir skólanum hafa borist margar veglegar gjafir sem grein verði gerð fyrir síðar. Hún segir að almenningur hafi með mikilli þátttöku sinni sýnt skólanum mikinn stuðning í verki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is