Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2005 07:50

Skák og mát í Ólafsvík

Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir á dagskrá á sal Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík í dag,  föstudaginn 18. nóvember.  Merkir gestir heimsækja þar nemendur 5. -10. bekkjar og kynna þeim skákíþróttina en hún er ein valgreina á þessu skólaári.  Félagar Taflfélags Snæfellsbæjar skiptast á að kenna skák á hverjum föstudegi. Félagið stendur einnig að dagskránni í skólanum sem hefst klukkan 11:15 á sal skólans í Ólafsvík.  Þar mun Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands og Norðurlanda ræða við nemendur, Lenka Ptácnikova, Norðurlandameistari kvenna og annar hvor þeirra; Helgi Áss Grétarsson eða Helgi Ólafsson, stórmeistarar, munu bjóða nemendum og gestum í fjöltefli.

 

Skólafólk í GS þakkar félagsmönnum TS fyrir komu þessara gesta svo og frábæran stuðning við skólastarfið með kennslu skákíþróttarinnar í skólanum en eins og margir vita þá stendur félagið fyrir afar sterku skákmóti, hinu árlega minningarmóti um Ottó Árnason, í félagsheimilinu á Klifi nú um helgina. Við bjóðum alla velkomna á skákdagskrána í skólanum á föstudaginn og því ekki að taka eina skák við meistarana í hópi gestanna!

 

Nemendur og starfsfólk GS

Taflfélag Snæfellsbæjar

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is