Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2005 01:51

Samningar lausir um netalagnir

Tillaga um nýjan samning milli netaveiðibænda í Borgarfirði og veiðifélaga laxveiðiánna á vatnasvæði Hvítár um leigu netalagna er nú í burðarliðnum. Netaveiði á vatnasvæði Hvítár hefur ekki verið stunduð síðan árið 1991 þegar samkomulag náðist fyrst um uppkaup þeirra með það fyrir augum að auka fiskgengd í fengsælar laxveiðiár héraðsins. Samningur fyrir yfirstandandi ár gilti til eins árs.

 

Veiðifélag Borgarfjarðar hefur stýrt viðræðum milli netaveiðibænda og fulltrúa laxveiðiánna. Sveinn Hallgrímsson, formaður félagsins sagði í samtali við Skessuhorn að hugmyndir væru uppi um að tengja greiðslu fyrir netaveiðina við arðshluta úr laxveiðiánum í stað fastrar upphæðar eins og verið hefur í samningum undanfarinna ára. “Við fengum hlutlausan aðila, Jón G Baldvinsson fv. formann Landssambands stangveiðifélaga, til að leggja fram tillögur um arðshlutfall sem greiðslu fyrir netaveiðiréttinn. Tillögur Jóns verða kynntar á almennum fundi í byrjun desember og í framhaldi af því taka annars vegar netabændur og hinsvegar félagar í veiðifélögunum í þverám Hvítár ákvörðun um hvort tillagan verði samþykkt.” Sveinn segir að við samning sem þennan þurfi bæði að taka mið af því hversu mikið uppkaup netaveiða auki fiskgengd í árnar en einnig hafi netaveiðin áhrif á ímynd veiðimanna gagnvart svæðinu í heild og sé þessi ímynd þýðingarmikil.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is