Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2005 09:52

Þjóðhátíðardagur Pólverja í Snæfellsbæ

Þann 11. nóvember var þjóðhátíðardagur Pólverja. Að því tilefni héldu Pólverjar í Snæfellsbæ upp á daginn með ýmsu móti í félagsheimilinu Klifi þann 12. nóvember sl. Pólverjar sem eru um 100 í bæjarfélaginu tóku sig saman og æfðu dansa, söngva og útbjuggu ýmiskonar mat að hætti Pólverja. Þá var flutt erindi um samskipti Pólverja við einstaklinga og fyrirtæki í Snæfellsbæ sem eiga sér rúmlega tuttugu ára sögu en þau hófust þegar Útgerðarfyrirtækið Hrói í Ólafsvík lét byggja fiskiskipið Jökul í Gdansk 1984.

 

Á hátíðinni, eftir að þjóðsöngurinn hafði verið sunginn, byrjuðu Pólverjar á að dansa polonez en það er þjóðdans frá 17. öld en allar samkomur þeirra byrjuðu á þessum dansi en hann er upprunin úr sveitum Póllands og er eins konar göngudans. Á næstu áratugum varð hann svo dans heldri manna og svo seinna þjóðdans. Fjöldi manns mættu á hátíðina og horfðu á dansana og hlýddu á hið flutta efni og einnig til að gæða sér á góðum mat. Dansað var fram eftir nóttu eftir pólskri og íslenskri tónlist og pólverjar kunna svo sannarlega að skemmta sér. Þessi hátíð Pólverjanna var skemmtileg nýbreytni í bæjarlífið í Snæfellsbæ og vonandi komin til að vera á næstum árum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is