Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2005 01:47

Gjaldtaka af Sundabraut kemur ekki til greina

Sturla Böðvarsson,samgönguráðherra sagði í umræðum á Alþingi í síðustu viku að gjaldtaka á notendur væntanlegrar Sundabrautar komi ekki til greina. Þetta sagði hann í svari við fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar þingmanns Samfylkingarinnar um lækkun virðisaukaskatts á veggjald í Hvalfjarðargöngum. Ráðherra vill frekar fara svokallaða skuggagjaldsleið en þar greiðir ríkið þeim sem reisa mannvirkið í samræmi við notkun þess. Einnig kom fram hjá ráðherra að til skoðunar er að lækka virðisaukaskatt af veggjöldunum í göngin undir Hvalfjörð.

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur nokkur umræða skapast um möguleg veggjöld af umferð um Sundabraut. Ríkisstjórnin ákvað í haust að verja nokkrum hluta söluandvirðis Símans til lagningar fyrri hluta brautarinnar en síðari hluti hennar yrði síðan lagður í einkaframkvæmd. Samningar sem gerðir voru við Spöl ehf. um gerð Hvalfjarðarganga torvelda að mati margra innheimtu hefðbundinna veggjalda um Sundabraut.

Í áðurnefndri fyrirspurn óskaði Jóhann eftir upplýsingum um hvað liði stefnumörkun um gjaldtöku vegna samgöngumannvirkja “sem ráðherra hefur ítrekað boðað að sé í vændum,” eins og segir orðrétt. Í svari Sturlu kemur fram að stefnumörkunin sé í eðlilegum farvegi í tengslum við endurskoðun 12 ára samgönguáætlunar sem nú er í gangi og verður lögð fyrir Alþingi á haustþingi 2006. Þá vildi Jóhann vita hvenær kæmi til framkvæmda boðuð lækkun virðisaukaskatts á veggjald í Hvalfjarðargöngum. Í svari sínu sagði ráðherra að boðuð lækkun á veggjaldi í Hvalfjarðargöngum kæmi til framkvæmda með lækkun neðra þreps virðisauksskattsins og að þær breytingar væru nú til skoðunar hjá stjórnarflokkunum. Ráðherra treysti sér þó ekki til þess að nefna tímasetningar í þessu sambandi. Þá vék ráðherra máli sínu að gerð Sundabrautar með einkaframkvæmd og hugsanlega gjaldtöku af notendum. “Í tengslum við þau áform hefur vaknað umræða um það hvort leggja eigi gjald á þá sem aka vestur og norður land tvisvar á stuttum vegkafla. Að mínu mati kemur það ekki til greina. Tvær leiðir eru færar við að leggja Sundabraut sem einkaframkvæmd, eins og gert var með Hvalfjarðargöngum. Annars vegar er að fara leið notendagjalda eins og gert hefur verið í Hvalfjarðargöngunum, þar sem notendur samgöngumannvirkja greiða beint fyrir notkun hverju sinni. Hin leiðin er svonefnd skuggagjaldaleið þar sem framkvæmdaraðilinn fær greitt frá ríkinu fyrir þá umferð sem fer um mannvirkið. Sú aðferð, skuggagjaldaleiðin, kallar ekki á greiðslu vegfarenda þegar þeir aka um mannvirkið.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is