Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2005 03:37

Alþjóðadagur barna er 20. nóvember

Alþjóðadagur barna er haldinn hátíðlegur þann 20. nóvember ár hvert. Frá 1954 hefur þessi dagur verið nýttur til að beina athygli að málefnum er varða réttindi barna.  Þetta árið vilja SOS-barnaþorpin leggja áherslu á mikilvægi þess að veita börnum sem búa á svæðum þar sem náttúruhamfarir hafa geisað, skjóta aðstoð og að til séu úrræði sem tryggi öryggi þeirra.

 

 

20. nóvember er mikilvægur dagur fyrir börn. Hinn 20. nóvember árið 1954 staðfestu Sameinuðu þjóðirnar alþjóðlegan dag barna. 20. nóvember, fimm árum síðar gáfu Sameinuðu þjóðirnar út yfirlýsingu um réttindi barna og var þetta fyrsta skjalið sem gefið var út af stofnuninni sem eingöngu fjallaði um réttindi barna. Yfirlýsingin hafði siðferðilega þýðingu, en var ekki lagalega bindandi. Eftir langt umræðutímabil var samningurinn um réttindi barna samþykktur í nóvember 1989 með atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu. Í september árið eftir hafði samningurinn fengið hinar 20 nauðsynlegu staðfestingar fyrir gildistöku sem hluti þjóðarréttar. Þýðing hans fyrir nútíma löggjöf um mannréttindi var seinna áréttuð á alheimsráðstefnunni um mannréttindi í Vín árið 1993. Hinar 54 greinar sáttmálans ná yfir allt frá rétti barns til að forðast kynferðislega og efnahagslega misnotkun og til réttarins á að hafa eigin skoðun, réttinn til menntunar, heilbrigðisþjónustu, og möguleika á að vera efnahagslega og félagslega óháð.

  

Síðastliðið ár hafa náttúrhamfarir lagt í rúst heimili fjölda fólks víðs vegar í heiminum. Má þar nefna: tsunami í Suður Asíu, fellibylirnir sem fóru yfir Norður og Mið Ameríku, hungursneyðin í Niger, og nýafstaðinn fellibylur sem gjöreyðilagði stór svæði af Norður Pakistan og Indlandi.


Börn skipa stærsta hóp þeirra varnalausu fórnarlamba sem ekki hafa burði til að geta sér vörn veitt á tímum náttúruhamfara og verða því yfirleitt verst úti. Dánartíðni barna í kjölfar slíkra atburða er há, auk þess sem fjöldi barna lætur lífið eftir að hörmungarnar eru afstaðnar vegna skorts á mat, vatni, skýli og læknisaðstoð. Enn sorglegri, er sú staðreynd að oft á tíðum tekur enn skelfilegra ástand við í lífi þeirra barna sem lifað hafa hörmungarnar af. Tafir á neyðaraðstoð til umkomulausra barna eykur líkindin á að þau lendi í höndum glæpamanna sem bera enga virðingu fyrir lífi þeirra og nýta sér ástandið til að græða peninga: í kjölfarið upplifa börn kynferðislega misnotkun, þau eru seld í vændi, í barnaþrælkun auk þess sem þau eru seld til ólöglegar ættleiðingar. Hver dagur í lífi þeirra einkennist af ótta og niðurlægingu. Kerfisbundinn misnotkun barna í formi barnssals er orðin ábatasöm atvinnugrein og er ágóði þess metinn í milljörðum króna.

 

Börnin sem eru í mestri hættu á að lenda í höndum misyndismanna eru þau sem hafa misst annan eða báða foreldra sína í náttúruhörmungum, eða þau sem hafa orðið viðskilja við foreldra sína. Vegna þessa liggur það til grundvallar að mati SOS-barnaþorpanna að sameiginlegur skilningur náist um málefni barna og í framhaldi þess, verði gerð samþykkt að hálfu Sameinuðu þjóðanna að á tímum náttúruhamfara, sé börnum veitt sérstök neyðaraðstoð, sem felst í tafarlausri og markvissri vernd þeirra. Markviss verndun barna krefst nánar samvinnu við yfirvöld og skráningu allra barna sem eru ein á vergangi. Mikilvægt er að bjóða upp á úrræði til að tryggja öryggi barna, og er tímabundin vistun í öruggum skýlum þar sem valdir fagmenn starfa ein leið til þess. Einnig þarf að finna leiðir til að gera allt sem hægt er til að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast í kjölfar náttúruhörmunga og tryggja að fjölskyldur hafi úrræði til að sjá börnum sínum farborða. 

 
SOS-barnaþorpin hafa sinnt mannúðarmálum í Pakistan síðan 1975 og starfa um þessar mundir náið með stjórnvöldum við að skrá niður þau börn sem eru ein á flækingi á svæðinu í kringum Muzaffarabad, þar sem skjálftinn kom hvað verst niður. Björgunar og leitarlið samtakanna safnar eins miklum upplýsingum og hægt er um hvert barn, og er þeim svo fylgt til SOS-neyðarskýlisins í Rawalpindi, sem er staðsett nálægt Islamabad. Börnin eru skráð inn í opinberan pakistanskan gagnagrunn  til að auðvelda ferlið að koma þeim aftur til síns heima. 

 

SOS-barnaþorpin studdu aðgerðir pakistanskra stjórnvalda sem fólust í tímabundnu banni á ættleiðingum barna, en það var gert í þeim tilgangi að hindra barnssal. "Byggt á umfangsmikilli reynslu okkar á því að veita börnum sem orðið hafa viðskila við fjölskyldu sína í kjölfar náttúruhörmunga, þá vitum við að það getur tekið mánuði að finna ættingja þeirra og koma þeim aftur til síns heima. Því er áríðandi að fundin séu ráð til að vista börnin á öruggum stað á meðan að öllum ráðum er beitt til að finna fjölskyldu og ættingja þeirra," sagði Richard Pichler, yfirmaður SOS-barnaþorpanna á alþjóðlega vísu. Ein slík leið, er sú lausn sem SOS-barnaþorpin, veita munaðarlausum börnum og börnum sem hafa orðið viðskilja við fjölskyldu sína í kjölfar náttúruhamfara. En það eru barnaþorpin, sem veita markvissa langtíma miðaða aðstoð við umönnun munaðarlausra og yfirgefinna barna.

  

SOS-barnaþorpin vinna að velferð barna sem sjálfstæð, óopinber félagsmála- og hjálparsamtök. Samtökin virða ólík trúarbrögð og menningu og starfa í löndum og menningarsamfélögum þar sem aðstoð þeirra stuðlar að jákvæðri samfélagslegri uppbyggingu.SOS-barnaþorpin starfa í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og styðja réttindi barna út um allan heim.

 

SOS-barnaþorpin starfa í 132 löndum og landssvæðum. Það eru 438 SOS-barnaþorp og 346 SOS-stoðeiningar sem 59.000 börn og unglingar sem eru í þörf fyrir nýtt heimili njóta góðs af. Yfir 131.000 börn/unglingar sækja SOS-leikskóla, SOS-skóla og SOS-starfsþjálfunarstöðvar.Í kringum 397.000 manns njóta góðs af þeirri þjónustu sem veitt er í SOS-sjúkramiðstöðvum, 115.000 manns nýta sér þjónustu sem veitt er í SOS-félagsmiðstöðvum.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is