Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2005 06:18

Banaslys í Norðurárdal

Karlmaður lét lífið þegar bíll hans fór útaf veginum ofan Sveinatungu í Norðurárdal í dag og hafnaði í Norðurá.  Bíllinn kom úr norðurátt en nokkur hálka var á veginum þegar slysið átti sér stað. Enn hafa ekki verið borin kennsl á manninn en talið er nokkuð víst að hann hafi verið einn í bílnum sem er fjórhjóladrifinn fólksbíll. Hann var látinn þegar að var komið.  

Aðgerðir standa enn yfir við ána en um 30 manns frá lögreglu, slökkviliði, sjúkraliði og björgunarsveitinni í Borgarnesi komu á vettvang. Ruv.is hefur það eftir lögreglunni í Borgarnesi að hvorki ölvun við akstur né hraðakstur hafi valdið því að bíllinn lenti utan vegar en svo virðist sem bílstjórinn hafi misst stjórn á honum sökum hálkunnar. Á þessari stundu getur lögreglan lítið tjáð sig meira um málið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is