Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2005 06:15

Gera það gott með Heerenveen

Það er óhætt að segja að Skagamennirnir tveir hjá hollenska félaginu Heerenveen séu að gera það gott þessa dagana. Arnór Smárason lék um helgina með 19 ára liði félagsins sem sigraði nágranna sína í Groningen 3-2 á útivelli. Á sama tíma töpuðu keppinautarnir hjá Ajax og Feyenoord gerði jafntefli þannig að lið Heerenveen er nú í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir liði Feyenoord. Arnór lék sem framherji í leiknum og stóð sig mjög vel.

 

Björn Jónsson lék á sama tíma með 17 ára liðinu og átti einnig frábæran leik. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu lið Ajax 2-1 á heimavelli og skoraði Björn sigurmarkið í leiknum. Með sigrinum skaust liðið upp að hlið Ajax í annað sæti deildarinnar. Það er því ljóst að þessir ungu Skagamenn eru að gera það gott í Hollandi í firnasterkum unglingaliðum Heerenveen sem er að skáka stóru liðunum í unglingastarfi sem Hollendingar eru þekktir fyrir um heim allan.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is