Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2005 12:21

Barbara Ósk sigraði Dægurlagakeppnina

Hin árlega Dægurlagakeppni Borgarfjarðar fór fram sl. laugardag en keppnin var sem fyrr hluti af dagskrá Gleðifundar Ungmennafélags Reykdæla í Logalandi. Húsfyllir var á samkomunni en meðal annarra skemmtiatriða má nefna vísnasöng Bjartmars bónda Hannessonar, söngatriði Ásdísar Ármannsdóttur en fundarstjóri var Kristófer Már Kristinsson, fyrrum kennari í Reykholti en hann gegndi einmitt sama hlutverki á Gleðifundum Ungmennafélagsins hér fyrr á árum.

Fjórtán lög bárust í Dægurlagakeppnina en átta þeirra voru af dómnefnd valin úr og kepptu til úrslita. Hljómsveitin Stuðbandalagið æfði lögin vikuna áður með flytjendum sem höfundar laganna höfðu valið.

 

Sigurvegarinn að þessu sinni var lag Barböru Óskar Guðbjartsdóttur frá Kaðalstöðum og nefndist lagið Á valdi hugans. Barbara Ósk var í senn höfundur lags og texta og flutti það við undirleik Stuðbandalagsins og unnustans, Viðars Guðmundssonar tónlistarmanns sem spilaði á píanó. Barbara Ósk sagði í samtali við blaðamann að þetta væri frumraun hennar sem lagahöfundur, en hún hefur áður sungið opinberlega, m.a. í Borgarfjarðar Idoli í Brún á síðasta ári.

Í öðru og þriðja sæti í keppninni voru mæðgur frá Víðigerði, þær Eva Margrét Eiríksdóttir og Jóna Ester Kristjánsdóttir. Eva flutti lag Vignis Sigurþórssonar, Raunarsögu við texta eftir móður hennar Jónu Ester. Í þriðja sæti varð síðan Jóna Ester með lagið Hraðar, hraðar en lag og texti eru eftir Vigni Sigurþórsson. Það voru Sparisjóður Mýrasýslu og Upptökuheimili Birgis sem gáfu verðlaun í keppnina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is