Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2005 10:33

Framkvæmdir fyrir um hálfan milljarð

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti í síðustu viku með níu samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun bæjarins og stofnana hans til seinni umræðu í bæjarstjórn og er áætlað að sú umræða fari fram 13. desember. Í framsöguræðu Guðmundar Páls Jónssonar, bæjarstjóra kom fram að á næsta ári sé gert ráð fyrir framkvæmdum á vegum bæjarins og stofnana hans fyrir um hálfan milljarð króna, ef stærri viðhaldsverkefni eru talin með, og telur hann því óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi áður verið jafnmiklar framkvæmdir á vegum kaupstaðarins.

 

 

16 milljónir til Strætó bs

Af helstu framkvæmdum má nefna að gert er ráð fyrir framlagi til áframhaldandi hönnunar íþróttamannvirkja á Jaðarsbakkasvæðinu. Þá er gert er ráð fyrir framlagi til Fjölbrautaskóla Vesturlands að fjárhæð 21,7 milljónir króna vegna framkvæmda við skólann og tækjakaupa. Gert er ráð fyrir framlagi til að ljúka aðstöðu fyrir hjólabretta- og línuskautaiðkendur á lóð Grundaskóla. Framlag til almenningssamgangna á milli Akraness og Reykjavíkur eykst, því í vinnslu er samningur á milli Strætó bs og Akraneskaupstaðar um þjónustu á því sviði. Útgjöld eru áætluð um 16 milljónir króna.

Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir framlögum til ýmissa mála í fjölskyldustefnu Akraneskaupstaðar sem kemur að hluta til framkvæmda á árinu 2006 og einnig er gert ráð fyrir auknu framlagi til niðurgreiðslu dvalargjalda vegna barna sem eru í gæslu hjá dagforeldrum.

 

Endurskoða akranes.is

Eins og fram hefur komið er nýlokið gerð samnings við Golfklúbbinn Leyni og meðal annars er gert ráð fyrir að ljúka lagningu slitlags á veg að svæði klúbbsins. Framlag er til Bíóhallarinnar að fjárhæð 15 milljónir króna og eru þær ætlaðar til að ganga frá bættu aðgengi í húsið og malbikun bílastæða. Gert er ráð fyrir endurskoðun á vefsíðu kaupstaðarins og samvinnu við OR, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes um framsetningu á upplýsingum til íbúa bæjarfélaganna með innleiðingu á ljósleiðaratækni.

Eins og áður hefur komið fram í frétt Skessuhorns er gert ráð fyrir fjárframlagi til skipulagsmála á fimm svæðum í bæjarfélaginu og í umferðar- og samgöngumálum er gerð tillaga um ýmis verkefni auk verkefna á opnum svæðum, endurnýjun gangstétta, lagningu slitlags á gangstíga, endurnýjun holræsa o.fl. Þá er gert er ráð fyrir hönnun á Akratorgsreit í framhaldi af niðurstöðu samkeppni um skipulag og er veitt 16 milljónum króna til þess verkefnis.

 

Mest til íþróttamannvirkja

Þá er 10 milljónum króna varið til skoðunar á húsnæðismálum Bókasafnsins og varið er 3 milljónum til hönnunar nýs tjaldsvæðis. Einnig verða endurnýjaðir tveir af eldri leikvöllum bæjarins. Til viðhalds íþróttahússins við Vesturgötu og Brekkubæjarskóla er varið 30,8 milljónum króna. Einnig er gert ráð fyrir 16 milljóna króna framlagi vegna stækkunar á stúku við íþróttavöllinn á Jaðarbökkum.

Í sumarbyrjun er gert ráð fyrir að taka í notkun nýtt fjölnota íþróttahús. Áætlaður framkvæmdakostnaður við að ljúka framkvæmdum við húsið er um 150 milljónir króna og er þá reiknað með að heildarkostnaður við byggingu hússins verði um 400 milljónir króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is