Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2005 03:30

Kristinn H vill að ríkið yfirtaki göngin strax

Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins telur ekki eftir neinu að bíða með niðurfellingu veggjalds í Hvalfjarðargöng og yfirtöku ríkisins á skuldum Spalar þar sem ávinningurinn af slíkri aðgerð sé mikill og hafi ekki þensluáhrif. Hann vísar í því sambandi til skýrslu sem Vífill Karlsson vann að hans beiðni um áhrif af slíkri aðgerð. Hann segist hafa viðrað þessa skoðun sína á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi á síðasta ári.

 

Sem kunnugt er hefur að undanförnu farið fram töluverð umræða um veggjöld af umferð um samgöngumannvirki. Kemur sú umræða í kjölfar hugmynda um gerð Sundabrautar en stefnt er að því að hluti hennar verði í einkaframkvæmd og hefur innheimta veggjalda um brautina verið töluvert í umræðunni. Einnig hefur sem kunnugt er verið töluvert þrýst á að virðisaukaskattur verði felldur niður eða lækkaður af veggjaldi um Hvalfjarðargöng. Þá er einnig nokkur umræða meðal stjórnmálamanna sem vilja alfarið fella niður veggjöld um göngin og að ríkið yfirtaki skuldir Spalar ehf. sem á og rekur göngin.

 

Kristinn H. segir niðurstöðu skýrslu Vífils svo afgerandi að ekki sé eftir neinu að bíða með niðurfellingu veggjalda. Nefnir hann þar í fyrsta lagi hærra virði fasteigna því með vegstyttingum aukist raunvirði fasteigna í dreifbýli og veggjaldið dragi því úr þessum áhrifum.

 

Þá nefnir Kristinn að niðurfelling veggjaldsins muni stækka vinnumarkað höfuðborgarsvæðisins upp í Borgarnes og jafnvel lengra vestur Mýrar og norður Borgarfjörð. Stækkun markaðarins muni hafa í för með sér hækkun tekna því á þessum svæðum hafa meðaltekjur verið mun lægri heldur en á höfuðborgarsvæðinu eða aðeins 75-80% af meðallaunum höfuðborgarsvæðisins. Við stækkun vinnumarkaðarins munu fleiri Vestlendingar því upplifa aukið atvinnuúrval og öryggi á vinnumarkaði. Þá muni flutningskostnaður lækka og það muni renna stoðum undir rekstur lágvöruverðsverslana á fleiri stöðum utan höfuðborgarsvæðisins og vöruverð muni því lækka. Þá telur Kristinn að vegna vaxandi frístundabyggðar og hugsanlega aukinnar andborgarmyndunnar, eins og hann kallar það, auk lægri flutnings- og ferðakostnaðar, megi búast við aukinni þjónustu sem birtist m.a. í meira matvöruúrvali, rekstur sérvöruverslana verði arðbærari sem leiðir til fjölgun þeirra og/eða stækkun þar með auknu vöruúrvali. Þá telur hann að arðbært geti orðið að reka sérhæfða þjónusta á fleiri stöðum og aukið aðgengi Vestlendinga að opinberri þjónustu sem finnst á höfuðborgarsvæðinu. Þá muni niðurfelling veggjaldsins stuðla að auknum lífsgæðum í formi auðveldara aðgengis að menningar- og skemmtanalífi.

Í skýrslu Vífils, sem Kristinn vísar til, kom fram að ávinningur íbúa á Vesturlandi verði að öllum líkindum ríflega 300 milljónir króna á ári og ávinningur annarra landsmanna ríflega 400 milljónir króna á ári. Því sé það ekki eingöngu hagsmunir íbúa á Vesturlandi að veggjaldið verði fellt niður heldur einnig íbúa á Vestfjörðum og Norðurlandi.

 

Aðspurður hvort þessi aðgerð muni ekki hafa þensluáhrif segir Kristinn svo ekki vera þar sem þarna sé ríkið að yfirtaka skuldir og að þarna sé um að ræða minni fjárhæð en ríkið greiddi sér út í arð úr sjóðum Símans síðasta árið sem ríkið var nánast eini eigandi þess fyrirtækis. Innheimta veggjalds að umferð til og frá höfuðborginni sé ekki ásættanleg og því sýni útreikningar Vífils að ekki sé ástæða til að bíða öllu lengur eftir niðurfellingu gjaldanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is