Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2005 08:31

Nýjar kirkjuklukkur og aðventustarf í Reykholtskirkju

Klukkum verður hringt í turni Reykholtskirkju í fyrsta sinn nú í upphafi aðventu. Turninn hefur staðið óinnréttaður síðan kirkjan var vígð fyrir tæpum áratug síðan. Velgjörðarmaður kirkjunnar, Norðmaðurinn Jan Petter Røed, kostaði stiga og allan búnað í turninn svo unnt yrði að koma klukkum þar fyrir.  Að því hefur verið unnið að undanförnu. Í Reykholtskirkju hafa verið tvær klukkur um aldir. Er önnur, sú stærri, frá miðöldum en sú minni frá árinu 1745. Á hana er letrað vers á dönsku:

 

 

Klokken lyder

Tiden gaar

Gud samle os

I Englekaar

 

Tvær gamlar klukkur frá Hallgrímskirkju í Saurbæ hafa nú bætzt við: Eru báðar gamlar, sú stærri frá 1739 en minni klukkan gæti verið talsvert eldri. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ og sr. Jón Einarsson, prófastur stóðu að þeirri ráðstöfun á sinni tíð.

Ný klukka hefur verið steypt handa kirkjunni. Er hún stærst og hluti gjafar Røeds. Klukkunum verður hringt í turninum í fyrsta skipti við upphaf aðventutónleika Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Borgarfjarðarprófastsdæmis og Reykholtskirkju sem haldnir verða laugardaginn 26. nóvember og hefjast klukkan 16.00  Þá syngur Óperukór Hafnarfjarðar undir stjórn Elínar Óskar Óskarsdóttur. Kórinn er skipaður tæplega 70 söngvurum og undirleikarar verða þau Peter Maté og Lenka Mateova.

Messað verður í Reykholti fyrsta sunnudag í aðventu 27. nóvember kl. 14.00. Vonast er til að Jan Petter Røed verði viðstaddur ásamt konu sinni.

 

Fjáröflun vegna steindra glugga

 

Á Reykholtshátíð á liðnu sumri greindi sóknarprestur frá áformum um  að koma fyrir steindum gluggum í hliðarstúkum kirkjunnar fyrir næstu Reykholtshátíð, þegar fagnað verður tíu ára vígsluafmæli kirkjunnar, sunnudaginn 31. júlí 2006. Á árinu 2003 gaf frú Margrét Garðarsdóttir steinda glugga í stafnþil kirkjunnar í minningu eiginmanns síns, Halldórs H. Jónssonar, arkitekts en Garðar Halldórsson, arkitekt kirkjunnar er sonur þeirra hjóna. Gluggarnir eru verk Valgerðar Bergsdóttur en hún vann á sínum tíma samkeppni um gerð steindra glugga í kirkjuna. Gluggarnir eru gerðir í Þýskalandi hjá Glerverkstæði Dr. Oidtmann í Linnich. Myndir af stafngluggunum má sjá á heimasíðu staðarins www.reykholt.is. Kort með myndum af gluggunum eru til sölu í Reykholti en Sparisjóður Mýrarsýslu styrkir verkefnið með því að kosta útgáfu þeirra. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til listskreytingar Reykholtskirkju. Velunnurum kirkju og staðar sem vilja leggja málinu lið er bent á reikning kirkjunnar í Sparisjóði Mýrasýslu; 1103 26 4248. Allur stuðningur er vel þeginn. Frekari upplýsingar gefur móttökustjóri Snorrastofu, Dagný Emilsdóttir.

Að lokum skal geta þess að fimmtudaginn 8. desember býður Sparisjóður Mýrasýslu til aðventutónleika ýmissa kóra í héraði í Reykholtskirkju.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is