Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2005 11:01

Mikill samdráttur í aflaverðmæti í ágúst á milli ára

Í ágúst var landað 2.840 tonnum af sjávarfangi til vinnslu á Vesturlandi að verðmæti rúmar 127,6 milljónir króna. Í sama mánuði í fyrra var landað 6.272 tonnum að verðmæti tæpar 265,7 milljónir króna. Samdráttur í afla er því um 54,7% á milli ára og tæp 52% í verðmætum talið. Mikill samdráttur er í öllum helstu fisktegundum en aukning er í löndun rækju og norsk-íslenskri síld.

 

Á fyrstu átta mánuðum ársins hefur einnig mikill samdráttur orðið. Í lok ágúst hafði verið landað 54.863 tonnum af sjávarfangi á Vesturlandi að verðmæti tæpar 1.815 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra hafði verið landað 111.328 tonnum að verðmæti 3.473 milljónir króna. Þessi mikli samdráttur í aflaverðmæti hefur bein áhrif á tekjur hafna á svæðinu auk fleiri aðila. Á fyrstu átta mánuðum ársins má ætla að tekjutap hafna á Vesturlandi vegna minnkandi aflaverðmætis geti verið á þriðja tug milljóna króna. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Skessuhorns hefur orðið mikill samdráttur í löndum uppsjávarfisks. Af tölum í bolfisktegundum má einnig ráða að löndunum frystitogara hafi fækkað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is