Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2005 11:44

Mótmæla harðlega skerðingu á lögreglustarfsemi á Akranesi

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega fyrirhugaðri skerðingu á starfsemi lögreglunnar á Akranesi. Telur stjórnin varhugavert með hliðsjón af stærð bæjarfélagsins að flytja rannsókn mála í annað umdæmi.  Ályktun sína styður félagið með því að vísa í fyrri samskipti félagsins við lögregluyfirvöld í Borgarnesi, en orðrétt segir: "Samskipti félagsins við lögregluyfirvöld í Borgarnesi vegna atvika á starfssvæði félagsins á Grundartanga styrkja þessa skoðun."

 

 

Telur stjórn félagsins mun eðlilegra að starfsemi lögreglunnar á Akranesi verði efld og umdæmi hennar stækkað og látið m.a. ná til Grundartanga, en mikill meiri hluti þeirra sem þar starfa býr á Akranesi.

 

"Það er mat stjórnar félagsins að tillögur um skerðingu á löggæslu á Akranesi sé mjög svo óeðlilegar.  Sé tekið mið af því að í næsta nágrenni við umdæmi lögreglunnar á Akranesi er mesta umferðarsvæði landsins bæði á sjó og landi.  Einnig hefur á síðustu árum orðið gríðarleg aukin á allri starfsemi á stóriðjusvæðinu á Grundartanga."

 

Í lok ályktunar verkalýðsfélagsins segir: "Stjórn Verkalýðsfélag Akraness skorar á dómsmálaráðherra sem og þingmenn Norðurvesturkjördæmis að tryggja að fyrirhuguð skerðing á löggæslu málum Akurnesinga verði ekki að veruleika.  Einnig skorar stjórn Verkalýðsfélag Akraness á dómsmálaráðherra og þingmenn Norðurvesturkjördæmis að beita sér fyrir því að lögreglan á Akranesi verði efld til muna og umdæmi hennar stækkað."

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is