Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2005 11:57

Styðja breytingar á lögregluembættum

Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur lýst yfir stuðningi við tillögur að breytingum á skipan lögreglumála sem kynntar voru fyrir nokkru. Eins og fram hefur komið í fréttum er gert ráð fyrir að embætti lögreglustjórans í Borgarnesi verði eitt svokallaðra lykilembætta. Í því felst meðal annar að rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi verður lögð niður og ný stofnuð í Borgarnesi. Það hefur ekki fallið lögreglustjóranum á Akranesi vel í geð né bæjarstjórn Akraness og nú síðast hefur stjórn Verkalýðsfélags Akraness mótmælt harðlega (sjá fréttina hér á undan).

 

Á fundir bæjarstjórnar Borgarbyggðar þann 17. nóvember var samþykkt samhljóða svohljóðandi bókun: „Bæjarstjórn Borgarbyggðar tekur undir tillögur framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála. Í kynningu á þeim tillögum eru færð málefnaleg rök fyrir því að lykilembætti fyrir Vesturland og hluta Vestfjarða sé staðsett í Borgarnesi. Í umdæmi sýslumannsins í Borgarnesi er starfandi mjög öflugt lögreglulið með mikla reynslu og þekkingu og hefur jafnframt átt í góðu samstarfi við önnur lögregluembætti á Vesturlandi. Það er því álit Bæjarstjórnar Borgarbyggðar að tillögurnar muni ná þeim markmiðum sínum að þjónusta við íbúa landshlutans í heild sinni verði enn betri en áður og að tekið sé tillit með þessu til framtíðaruppbyggingar á Vesturlandi öllu.

Jafnframt tekur Bæjarstjórn Borgarbyggðar undir ábendingar nefndarinnar um að hugað verði að því að flytja verkefni til þeirra sýslumannsembætta sem ekki munu sinna lögreglustjórn í kjölfar breytinganna. Á Vesturlandi eru samfélögin víða vel til þess fallin að taka við fleiri opinberum verkefnum. Mikilvægt er að slíkar tillögur verði unnar sem fyrst og í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á löggæslumálum og komi til framkvæmda samhliða breyttri skipan löggæslunnar.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is