Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2005 01:08

Umferðaraukning bætir upp tekjutap vegna lægra veggjalds

Nettótekjur Spalar af hverri ferð ökutækis um Hvalfjarðargöng voru 24% minni í apríl í ár en í marsmánuði, sem eru áhrif þess að veggjald í göngunum lækkaði með nýrri og breyttri gjaldskrá sem tók gildi 1. apríl. Tekjurýrnunin var að jafnaði 17% á hverja ferð frá apríl til október 2005, þ.e.a.s. eftir gjaldskrárbreytinguna. Þetta kom fram á aðalfundi Spalar fyrir skömmu.

 

Heildartekjur Spalar frá apríl til október 2005 voru 580 milljónir króna, 2,6% minni en á sama tímabili í fyrra. Umferðin í göngunum jókst nefnilega um 14% frá fyrra rekstrarári og tekjur af aukinni umferð fóru langt með að brúa bilið sem ella hefði myndast milli tekna og gjalda í ársreikningi Spalar í kjölfar lækkunar veggjalds í vor. Á öllu síðasta rekstrarári námu tekjur Spalar af veggjaldi 986 milljónum króna en þær voru 922 milljónir króna á rekstrarárinu þar áður. Tap félagsins var 8 milljónir króna á síðasta rekstrarári en hins vegar skilaði félagið 59 milljóna króna hagnaði á rekstrarárinu þar á undan.

Áhrif lækkunar veggjalds á tekjustreymi Spalar eru í samræmi við áætlanir sem fyrir lágu þegar samið var við Íslandsbanka í mars 2005 um að endurfjármagna skuldir félagsins og ný gjaldskrá var birt í framhaldi af því. Umferðaraukningin var hins vegar langt um fram spár. Á fundinum gat Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf. ekki orða bundist um þá staðreynd í skýrslu stjórnar á aðalfundinum: ,,Það hefur verið flestum hulin ráðgáta eftir hvaða lögmálum þróun umferðar er um Hvalfjarðargöng!"

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is