Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2005 02:22

Nýtt veðurskilti vígt í Hólminum

Síðastliðinn laugardag var vígt nýtt veðurathugunarskilti í Stykkishólmi. Er það staðsett á íþróttavellinum og blasir við umferð í báðar áttir.  Það er Lionsklúbbur Stykkishólms sem nú hefur afhent Stykkishólmsbæ skiltið að gjöf.

Var þetta stórt verkefni fyrir lítinn Lionsklúbb og eins og formaðurinn sagði við afhendinguna í Norska húsinu að lokinni formlegri vígslu skiltisins, hefðu þeir aldrei lagt út í þetta ef þeir hefðu gert sér fulla grein fyrir kostnaðinum.

 

Svona skilti er stórmerkileg farmkvæmd; sýnir vindátt og styrk, loftþrýsting og rakastig og sækir og birtir nýjar veðurupplýsingar á 10 mínútna fresti. Eiga Hólmarara eftir að verða montnir af þessari framkvæmd og vel við hæfi að minnast 160 ára afmælis veðurathuguna í Stykkishólmi með þessum hætti.

Frá Veðurstofu Íslands kom Trausti Jónsson og kveikti hann á skiltinu. Einnig mætti Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri. Í Norska húsinu var síðan fjölbreytt dagskrá og fluttu þeir Trausti og Páll erindi um þýðingu veðurathuguna Árna Thorlaciusar og fleira.

 

Sjá myndir í Skessuhorni næsta miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is