Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2005 02:25

Grænni skógar verkefnið farið af stað

27 bændur á Vesturlandi hafa skráð sig í verkefnið Grænni skóga, sem ætlað er öllum fróðleiksfúsum skógarbændum sem vilja ná hámarksárangri í skógrækt. Fyrsta námskeiðið var haldið á Hvanneyri um liðna helgi. Námið samanstendur af 19 námskeiðum þar sem 13 eru skyldunámskeið. Landbúnaðarháskólinn sér um framkvæmd námsins en þeir aðilar sem koma að verkefninu auk skólans eru Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Vesturlandsskógar og Félag skógarbænda á Vesturlandi. 

 

Nú eru Grænni skógar í gangi í fjórum landsfjórðungum auk Vesturlands, þ.e. á Austurlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum. Grænni skógar er heildstæð skógræktar- og landgræðslufræðsla fyrir skógræktarbændur í allt að þrjú ár (sex annir). Markmið Grænni skóga er að gera þátttakendur betur í stakk búna til að taka virkan þátt í mótun og framkvæmd skógræktar og landgræðslu á bújörðum með það að markmiði að auka land- og búsetugæði, verðgildi og fjölþætt notagildi jarða í umsjón skógarbænda.  Náminu er ætlað að nýtast þeim sem stunda eða hyggjast stunda skógrækt og landgræðslu, einkum skógarbændum og þeim sem þjónusta landshlutabundin skógræktarverkefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is