Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2005 02:26

Litla stúlkan með eldspýturnar í Borgarnesi

Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur um þessar mundir fyrir sýningu á atriðum úr söngleiknum “Litla stúlkan með eldspýturnar,” sem byggð er á sögu H.C. Andersen. 

“Tónlistarskólinn vill minnast 200 ára afmælis ævintýraskáldsins og er þessi sýning líka mjög jólaleg þannig að það hentar vel að vera með hana nú á aðventunni. Nemendurnir sem taka þátt í sýningunni eru allir á grunnskólaaldri, koma allsstaðar að úr héraðinu og eru að læra á hin ýmsu hljóðfæri,” segir Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri í samtali við Skessuhorn.

 

Tónlistin í söngleiknum er eftir Keith Strachan og íslenska þýðingin eftir Gísla Rúnar Jónsson. Theodóra Þorsteinsdóttir stýrir bæði tónlist og leik, Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó og einnig leika nokkrir nemendur á hljóðfæri í sýningunni. 

“Það er búið að vera líf og fjör í tónlistarskólanum undanfarna daga og stefnum við að því að hafa fimm sýningar. Á morgun, fimmtudaginn 1. desember klukkan 20:00 verður frumsýning, tvær sýningar verða á föstudaginn klukkan 18 og kl. 20, á sunnudaginn 4. desember kl. 17 og síðasta sýningin verður svo á mánudaginn kl. 18. Við vonum að Borgfirðingar og aðrir komi og sjái þessa skemmtilegu sýningu sem verður í sal Tónlistaskóla Borgarfjarðar að Borgarbraut 23 í Borgarnesi,” segir Theodóra.

Þetta er þriðja sýningin sem sett er upp í Tónlistarskóla Borgarfjarðar frá því að skólinn fékk nýtt húsnæði fyrir tveimur árum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is