Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2005 02:27

Múlavirkjun tekin í notkun

Vatnasvæði Straumfjarðarár hefur af og til verið ofarlega í hugum manna með það fyrir augum að nýta það vatn sem þar rennur til raforkuframleiðslu. Nokkrir athafnamenn hafa nú látið þann draum rætast en það var athafnamaðurinn Bjarni Einarsson á Tröðum sem reið á vaðið. Hann fékk síðan til liðs við sig þá Ástþór Jóhannsson í Dal og Eggert Kjartansson bónda á Hofsstöðum. Þremenningarnir hafa undanfarin þrjú ár staðið fyrir undirbúningi, leyfisveitingum, mannvirkjagerð og frágangi og er nú virkjunin tilbúin og samningar verið gerðir um sölu raforkunnar til Hitaveitu Suðurnesja sem sér um endursölu hennar.

 

Síðastliðinn fimmtudag var Múlavirkjun vígð. Það var Ellert Eiríksson stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja sem ræsti vélarnar. Í virkjuninni eru tvær túrbínur sem geta framleitt allt að 3,2 megavött en samið er við HS um kaup á 2 megavöttum rafmagns að jafnaði. Stýring virkjunarinnar fer fram frá Svartsengi. Virkjunarstíflan er í Straumfjarðará rétt neðan við úrrennslið úr Baulárvallavatni og er fallhæð vatnsins 82 metrar. Hraunsfjarðarvatn, sem er rétt vestan Baulárvallavatns er nýtt sem miðlunarlón.

“Þetta hefur verið erfitt verkefni bæði við undirbúninginn og síðan á framkvæmdatímabilinu, en ánægjulegt er að koma að verkefni þar sem er verið að búa til vermæti á landsbyggðinni, fjármagnað af banka á svæðinu, en Sparisjóður Mýrasýslu fjármagnaði verkið,” sagði Eggert Kjartansson í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is