Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2005 10:31

Hugmyndir um breytingu á aðalinngangi Brekkubæjarskóla

Starfshópur sem bæjarráð Akraness skipaði til þess að vinna að hugmyndum um breytingar á aðalinngangi Brekkubæjarskóla hefur skilað tillögum sínum og er áætlað að breytingar kosti um 15 milljónir króna eða um 100 þúsund krónur á hvern fermeter.

Í áliti starfshópsins kemur fram að húsnæði Brekkubæjarskóla hafi tekið miklum breytingum gegnum árin með stækkandi bæ. Því hafi verið byggt nokkrum sinnum við skólann og í hvert skipti hafi verið bætt við nýjum inngangi. Upphaflega hafi aðalinngangurinn snúið í suðaustur og í dag er gert ráð fyrir að flest börn komi gangandi úr þeirri átt að skólanum. Í dag komi börnin hins vegar á hjólum og öðrum farartækjum frá Vesturgötu og eru bílastæði skólans þeim megin. Ekki er þó í raun gert ráð fyrir að aðalinngangurinn sé þeim megin. Nýtt lóðarskipulag skólans geri þó ráð fyrir því.

 

Forskrift starfshópsins var því sú að gera ráð fyrir að aðalinngangur verði því Vesturgötumegin. Tillaga hópsins gerir ráð fyrir að byggt verði aðalanddyri sem tengi saman innganga skólans Vesturgötumegin og gefi gott heildaryfirbragð sem aðal aðkoma skólans. Byggingin verður að grunnfleti um 150 fermetrar en þakflötur um 135 fermetrar þar sem hluti neðstu hæðar á eldri byggingu er inndreginn. Veggur með stórum gluggum og inngangi myndar aðalinngang og aðkomu. Engin gólfplata verður í byggingunni en hellulögn sem er hluti af lóðahönnun látin ganga inn að núverandi útveggjum. Hitalögn verður undir hellum en ekki er gert ráð fyrir að stofuhiti verði í byggingunni.

 

Í starfshópnum voru Hallgrímur Guðmundsson, Margrét Þóra Jónsdóttir og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir. Einnig unnu Auður Hrólfsdóttir og Helga Gunnarsdóttir með hópnum auk Ólafar G Valdimarsdóttur arkitekts.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is